Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 52
50
Katrín Axelsdóttir
(35) a. keypti hann í einu handritasafn fyrir 2000 kr. af sínu eignu
[þgf.hk.et.] fje (Andv 1880, 34)
b. að hlaða niður hnjóðsyrðum til seinni tímanna og enda mest
sinna eiginna [ef.kk.ft.] tíma (Andv 1883, 97)
c. hann er svo ófróður um sögu sinnar eiginnar [ef.kvk.et.] þjóð-
ar (Skím 1912, 21)
d. Nei, ég kannast aðeins ekki við þær af eiginni [þgf.kvk.et.]
reynd (TúrgFeður 1947, 155)
En þó að hér fari að bera aftur á beygðum myndum em hinar óbeygðu
áfram ráðandi, ef marka má rit frá þessum tíma í textasafni Orðabók-
ar Háskólans (www.arnastofnun.is). í leitarflokkunum Skáldrit
1850-1920, Tímarit Bókmenntafélagsins (útg. 1880) og Þjóðsögur
(útg. 1862-1864) em engin dæmi um ótvíræðar beygðar myndir (utan
nf./þf.hk.et.) en ótvíræðar óbeygðar myndir em 139 talsins. Þessari
tölu er þó rétt að taka með fyrirvara. Útgáfúr ritanna í textasafninu em
misjafnar og orðmyndir kunna sums staðar að hafa verið leiðréttar að
hætti nútímamáls.
Af framansögðu má því álykta að beyging eigin(n) hafí verið orð-
in eins og hún er í nútímamáli (sjá töflu 3) þegar á síðari hluta 16. ald-
ar, en gömlum myndum hafí þó bmgðið fyrir löngu síðar, og þá
kannski einkum fyrir áhrif lærðra manna á borð við Jón Þorkelsson.
Orð Jóns í (34) hér að framan benda til þess að menn hafi almennt á
hans tíma látið vera að beygja orðið.91
Það kemur því nokkuð á óvart að í ritum, sem vom gefín út ekki
alls fyrir löngu, komi fyrir beygðar myndir (utan nf./þf.hk.et.). Við leit
í tölvutæku textasafni Orðabókar Háskólans (www.amastofnun.is)
fundust tvö slík dæmi í nýlega útgefnum ritum, en þau em bæði í
Lagasafni frá 1990 (Lagasafn II 1991:1631, 2104):
(36) a. að eigendur síldarolíu- eða síldarmjölssmiðju, eða slíkra verk-
smiðja, megi nota erlend skip til þess að físka fyrir verksmiðj-
ur þessar til eiginna [ef.hk.ft.] nota
91 Sbr. Bjöm K. Þórólfsson (1925:34) sem nefnir að eigin(n) sé óbeygjanlegt í nú-
tímatalmáli.