Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 54
52
Katrin Axelsdóttir
beygðar myndir mætti ætla að beygðar myndir í Morgunblaðinu væru
einkum frá fyrri hluta 20. aldar. En það er öðru nær. Af 82 myndum
eru aðeins 12 frá því fyrir 1950, hinar 70 eru frá síðari hluta aldarinn-
ar. Blaðið óx vissulega að umfangi eftir því sem leið á öldina, en þetta
er samt sem áður heldur óvænt.
Spyrja má hvemig standi á þeim beygðu myndum sem fiindust í
Morgunblaðinu frá síðari hluta 20. aldar. Varla hafa málfarstilmæli á
borð við tilmælin í (34) enn haft áhrif á þessum tíma, enda em sumir
þeirra sem nota beygðu myndimar fæddir á síðari hluta 20. aldar.
Elstu menn muna ekki heldur til þess að þetta hafi verið kennt í skól-
um. Einstaka dæmi má auðvitað rekja til lærdóms þess sem skrifar
(eitt dæmanna er t.d. tilvitnun í formála að Njáluútgáfu Einars 01.
Sveinssonar frá 1954). En flest þessara dæma em notuð í hversdags-
legu samhengi, s.s. íþróttafréttum, lesendabréfum, kvikmyndarýni
o.s.frv., af prýðilega ritfæm fólki sem virðist ekki vera að fyma mál
sitt.
Af dæmunum 70 frá síðari hluta 20. aldar em langflest um mynd-
ina eigins (ef.kk./hk.et.), eða 65. Það er því aðeins ein af beygðu
myndunum sem eitthvað ber á að ráði. í ffétt í Morgunblaðinu 21.
september 1995 er dæmi um eigins (hlutfall eigins aksturs) og í sömu
grein em níu dæmi um óbeygt eigin. Sama staða kemur víðar upp,
beygð mynd er höfð í ef.kk./hk.et. en ekki annars staðar í sama texta.96
Sú staðreynd að beygðar myndir á síðari hluta 20. aldar em bundnar
við lítinn hluta beygingardæmisins bendir til þess að beygingin sé ekki
villna sem rekja má til rangrar skönnunar orðmynda. Rétt er að nefna að fleiri beygð
dæmi en hér eru talin kunna að vera í blöðunum; skönnun er ekki óbrigðul og beygð-
ar myndir kunna að hafa verið túlkaðar sem eitthvað annað í skönnun.
96 Vel má vera að tilhneiging sé til að bæta .v-i við myndina eigin af því að nafn-
orðsmynd sem endar á .v-i er nálæg: eigins aksturs, síns eigins kyns. Auðvitað er stað-
an oftast þessi því að mjög mörg karlkynsnafnorð og langflest hvorugkynsnaíhorð fá
.v-eignarfallsendingu. En það eru einnig til dæmi um eigins sem ekki er hægt að skýra
á þennan hátt: eigins fjár, eigins dugnaðar. Svo eru einnig til mjög óvænt dæmi um
myndina eigins: til eigins ráðstöfunar, að hans eigins sögn. Þama stendur eigins með
kvenkynsorðum og kannski em þetta prentvillur. í síðara dæminu lagar lýsingarorðið
sig að fomafninu á undan (hans) í stað nafnorðsins á eftir (sögn). Þetta minnir reynd-
ar töluvert á dæmi eins og sjálfs síns sök (sjá Eirík Rögnvaldsson 2006).