Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 56
54
Katrín Axelsdóttir
(37) Þennan pening má hann hagnýta og með fara sem eigina
[þf.kvk.et.] eign (SvSkHöskGP, 342 (1866))
í (38) eru dæmi um veika beygingu, en engin slík dæmi fundust í þeim
ritum sem fjallað var um í 3. kafla. Hér hefði mátt búast við myndum
sterkrar beygingar, eignum og eigin:
(38) a. hefur það verið vilji íslenzku þjóðarinnar, að ... halda sínum
eignu [þgf.hk.ft.] lögum (Austri 1887, 46)
b. að þjóðin sjálf sýsli beinlínis um sín eignu [þf.hk.ft.] mál og
ráði þeim (Fróði 1882, 345)"
Þótt framrás óbeygðu myndarinnar eigin virðist hafa stöðvast áður en
kom að nf./þf.hk.et. (eigið) eru til einstaka eldri dæmi til um eigin á
þessum stað í beygingunni, eins og greint var frá í 3.3. Dæmi um það
má einnig finna í yngra máli, en varla þarf að taka fram að þetta gæti
verið prentvilla:
(39) af því að hún var hennar eigin [nf.hk.et.] afkvæmi (Grimms-
œvintýri 1972:144)
Um þau frávik sem hér hafa verið nefnd, samandreginn stofn, veika
beygingu og óbeygða mynd í stað beygðrar verður nánar fjallað í
5.3.2, 5.3.3 og 5.3.6 hér á eftir.
5.3 Frávik í nútimanum
Þá er að víkja að enn yngri dæmum um frávik, en hér verður fjallað
um dæmi frá síðustu árum og mánuðum. Nokkur dæmanna eru úr
heimildum sem hafa væntanlega verið prófarkalesnar, en flest þeirra,
einkum dæmi sem fundust á netinu (með hjálp leitarvélarinnar
Google) eru ómenguð af skoðunum málfræðinga.100 Sum dæmanna í
99 í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans á netinu (www.amastoihun.is) er myndin
eigin, en á seðlinum í ritmálssafhinu sjálfu stendur eignu og sú mynd er í tímaritinu.
100 Samhengi netdæmanna er misjafhlega formlegt. Hér em netheimildir sýndar
(slóðimar em reyndar nokkuð styttar) því að þær geta stundum gefið upplýsingar um
hvers eðlis eða hversu formlegir textamir em, sbr. t.d. (40c) og (44c). Dæmin fund-
ust árið 2007 og á útmánuðum 2008.