Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 60
58
Katrín Axelsdóttir
(44) a. minns eigins (ævintýra)heimur. (ævintýra)heimur mattheu.
sunnudagur, janúar 14, 2007 (www.maod.blogspot.com)
b. og mig langar líka að halda upp á míns eigins aímæli... verð 24
ára núna!! (www.amastofnun.is, Textasafn: Blogg 2001-2006)
c. Föðurbróðir, súpermanbúningur, barslagsmál, asískir klónar,
gestagangur, heimskreppipælingar, markaðssetning á eigins
rassi (www.thorarinn.com)
Þetta minnir töluvert á fyrirbæri sem stundum má heyra í máli bama
að leik. Þá fá eignarfomöfnin minn og þinn sérstakar myndir og merk-
ingin er þá ‘mín/þín persóna (eða dúkka) í leiknum’: minns œtlar að
heimsækja þinns. Þessar myndir minna mjög á eignarfallsmyndir for-
nafnanna í karlkyni eintölu, en era þó ekki alveg eins: minns, þinns.
Einnig er til að eignarfallsmyndimar míns og þíns séu notaðar á sama
hátt.
Eins og sjá má á samhengi dæmanna (44) er málið mjög óformlegt
og líklega er verið að líkja eftir bamamáli af ásettu ráði. í (44a) má
meira að segja sjá myndina minns næst á undan eigins, og í (44b)
myndina míns.
Ekki er þessi notkun alveg ný í málinu þótt eldri dæmi en í (44)
hafi ekki fundist í rituðu máli. Hún mun t.d. heyrast í kvikmyndinni
Stella í orlofi frá árinu 1986.
5.3.5 Myndin eigiðs
Eignarfallsmyndinni eigiðs (hk.et.) bregður fýrir örfáum sinnum á
netinu:102
(45) a. með því að herja á óvinina í landi eigiðs hjarta (www.bet-
ania.is)
b. að bjóða þeim sem mig langar að fá í mitt eigiðs júróvisjón-
partý (www.mamman.blogspot.com)
Til grundvallar liggur eins og sjá má ekki hinn venjulegi stofn, eigin,
heldur hvomgkynsmyndin eigið. Ekki er ljóst hvemig á að skýra þessa
102 Ég þakka ónefndum ritrýni fyrir að benda á þessa mynd; mér hafði ekki dott-
ið í hug að hún gæti verið til.