Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 63
Eigin(n)
61
6. Niðurlag
Hér hefur verið reynt að rýna í beygingarþróun lýsingarorðsins eig-
in(n) frá fomu máli til nútímans. Orðið virðist sjaldgæft fram eftir öld-
um og skýrari mynd hefði væntanlega fengist ef fleiri dæmi hefðu
fundist. í fomu máli beygðist orðið eins og feginn en nokkuð líkleg
dæmi um óbeygt eigin þekkjast frá 14. öld. Þau em þó ekki hafin yfír
allan vafa. Óbeygða myndin breiðist út um beygingardæmið, að því er
virðist aðallega á 16. öld, en breytingin nær þó ekki til nf./þf.hk.et. Þar
er enn höfð beygð mynd, eigið.
Astæður þess að eigin(n) hætti að fylgja sínu gamla beygingar-
mynstri kunna að vera ýmsar. Hér vom nefnd áhrif óbeygðra lýsing-
arorða, fjöldi strengja þar sem eigin(n) gat ýmist verið forliður eða
lýsingarorð og svo takmörkuð notkun orðsins. Annað sem nefnt var til
sögunnar var árekstur við beygingarmyndir nafnorðsins eign og hugs-
anleg erlend áhrif. Þá var bent á líkindi við þróun eignarfomafnanna
okkarr, ykkarr ogyð(v)arr, en óljóst er hvort tengsl vom þar á milli og
hvemig þeim var þá háttað.
Loks vom sýnd ýmis dæmi frá síðustu 150 ámm um frávik frá ríkj-
andi beygingu eigin(n), meðal annars beygðar myndir þar sem venja
er að hafa óbeygða mynd. Á 19. öldinni, tíma rómantíkur og þjóðem-
isstefnu, fór að bera á lærðri notkun beygðra mynda, og dæmi em um
slíka notkun framan af 20. öld. Óvænt beygð dæmi frá síðustu ámm
°g áratugum em einnig til. Þar er þó varla um að ræða lærða notkun
eins og á 19. öldinni heldur hlýtur hún að vera sjálfsprottin. Dæmin
eru þó færri en svo að þau geti bent til þess að frekari breytinga sé að
vænta á beygingu eigin(n).
Orðið eigin(n) hefúr í þessari grein alltaf verið kallað lýsingarorð
eins og venjan er. En eins og minnst hefur verið á er ekki víst að það
sé endilega rétt flokkun. Hér hefur komið fram (2.5) að orð sem sam-
svara eigin(n) í skyldum málum em ekki alltaf greind sem lýsingar-
°rð. Þau beygingarlegu rök sem hafa verið sett fram íyrir fomafns-
greiningu eiga reyndar ekki öll við um íslensku því að eigin(n) á sér
enga nákvæma beygingarlega hliðstæðu, hvorki í hópi lýsingarorða né
fomafna. En margt hnígur að fomafnsflokkun. Merkingarlega á eig-