Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 69
JÓN AXEL H ARÐARSON
Forsaga og þróun orðmynda
eins og hagi, segja og lægja í íslenzku
Helga Guðmundssyni sjötíu og fimm ára 7. maí 2008
1* Inngangur
I íslenzku nútímamáli er framburður orðmynda eins og hagi, bogi og
hugi, sem höfðu stutt einhljóð á undan g + ií fommáli, ekki sá sami á
öUu landinu.1 Að vísu er g þeirra alls staðar borið fram [j], á hinn
bóginn er mismunandi hvort á undan því fer einhljóð eða tvíhljóð.
Tvíhljóðaframburður er það afbrigði sem flestir íslendingar hafa
tamið sér. Aðalheimkynni einhljóðaframburðar er í Skaftafellssýslum
°g er hann af þeim sökum kallaður „skaftfellskur einhljóðafram-
burður“. Hann er eitt þeirra hljóðkerfislegu atriða sem talin em til
islenzkra mállýzkueinkenna. Samkvæmt athugunum Bjöms Guðfmns-
sonar (1947:41, 1964:134-143), sem gerðar vom á tíma seinni heims-
styrjaldar, bar meira á einhljóðaframburði í Austur-Skaftafellssýslu en
1 vestursýslunni. Einnig gætti hans nokkuð syðst í Suður-Múlasýslu
°g austast í Rangárvallasýslu. Niðurstöður rannsóknar Höskulds Þrá-
inssonar og Kristjáns Ámasonar á íslenzku nútímamáli (RÍN) benda
hl að lítil breyting hafí orðið á útbreiðslu einhljóðaframburðarins. Þó
hefur sá viðsnúningur orðið að nú ber örlítið meira á honum í Vestur-
Skaftafellssýslu en í austursýslunni (sbr. Kristján Ámason 2005:389).
Tvíhljóðaframburður á undan g + i einkennist af því að íyrra
atkvæði orðmynda eins og stigi, flygi, vegi, hagi, bogi, hugi og lögin
endar á tvíhljóði með hálfsérhljóðinu [j] sem síðara lið.2 í skaft-
1 Þessi grein byggist á fyrirlestri sem haldinn var á Rask-ráðstefnu í Þjóðar-
hókhlöðu laugardaginn 31. janúar 2004. Ég þakka Haraldi Bemharðssyni ritstjóra og
tveimur ónafngreindum ritrýnum fyrir gagnlegar athugasemdir við fyrri gerð greinar-
innar.
Þess má geta að í myndum með e á undan g + i cr einhljóðaframburður sjald-
gæfari en í myndum með öðram sérhljóðum í sömu stöðu (sbr. Bjöm Guðfínnsson
>947:41 og Kristján Ámason 2005:388-389).
íslenskt
mál 29 (2007), 67-98. © 2008 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.