Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Side 74
72
Jón Axel Harðarson
sérhljóðið á undan og breyttist í tvíhljóð" (hér á hann aðeins við stutt
sérhljóð þótt þess sé ekki getið). Dæmi hans um þetta eru bogi, agi,
lögin og megin. Hæpið er að taka orð Halldórs um lengingu sérhljóða
sem undanfara tvíhljóðunar bókstaflega, enda talar hann á öðrum stað
í sama riti (1950:48^19) aðeins um tvíhljóðamyndanir, en ekki leng-
ingu sérhljóða, á undan gi. Þar er hljóðþróunin skýrð þannig (í stað
skáletrunar notar hann feitletrun): a > aí, o > oí, e > ei, i (y) > ií. Dæm-
in sem hann tekur eru bagi, logi, legi (af lögur), strigi og lygi. Ekki er
getið um tvíhljóðun ö (og reyndar einnig u) í sömu stöðu.
Hvað þróun g-sins varðar ber væntanlega að skilja orð Halldórs
þannig að á 15. öld hafi uppgómmælt [y] á milli sérhljóðs og i breytzt
í framgómmælt [j].
2.5 Hreinn Benediktsson
Um þróun stuttra sérhljóða á undan g + i/j kemst Hreinn Benediktsson
(1959:61) svo að orði:
A undan framgómmælta önghljóðinu /j/ (ritað gj, en g á undan í)
hafa sérhljóð þau, er voru stutt í fomu máli, orðið að tvíhljóðum.
Upprunalegt /a/ er nú borið fram [ai] í þessari stöðu, /o/ > [oi], /e/
> [ei], /ö/ > [öy], /i/ > [(i)i], /u/ > [(Y)y]. Önghljóðið /j/ er síðan
fallið brott.
Hér gerir Hreinn sem sé ráð fyrir að á undan g + i/j hafi stutt sérhljóð
almennt sætt tvíhljóðun. í neðanmálsgrein (1959:61 nmgr. 16) getur
hann þess að tvíhljóðin [ii] og [yy] verði oft að einhljóðum, [i] og [y].
Þá er ekki annað á honum að skilja en að önghljóðið /j/, ritað gj eða g,
hafi fallið brott í öllum myndum eins og hagi og segja.
í annarri grein drepur Hreinn Benediktsson (1962:489) á þróun
stuttra sérhljóða á undan [j], þ.e. g + i/j. Þar reiknar hann með að þau
hafí lengzt eða tvíhljóðazt; i ogy hafi fallið saman við langt í ogý og
e, a og ö saman við tvíhljóðin ei, œ og au. Breytingamar em sýndar
með eftirfarandi dæmum: stigi > stígi, lygi > lýgi, daginn > dœginn,
legi > leigi, segja > seigja, lögin > laugin. Um breytinguna e > ei segir
Hreinn að dæmi finnist frá byrjun 14. aldar. Á öðmm stað í sömu
grein (1962:491), þar sem íjallað er um brottfall samhljóða, segir