Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 81
Forsaga og þróun orðmynda ...
79
3. Þróun önghljóðsins g á eftir sérhijóði og undan frammæltu
sérhljóði eða hálfsérhljóðinu j í norrænu og íslenzku
3.1 Þróun g á eftir sérhljóði og undan frammœltu sérhljóði í norrænu
Það er misskilningur að í orðmyndum eins og eigi, œgi, tigi og hagi
hafi g lengi haldizt sem uppgómmælt önghljóð í íslenzku. Tilfellið er
að á undan frammæltu sérhljóði, þ.e. e eða f, varð uppgómmælta öng-
hljóðið [y] að tilsvarandi framgómmæltu önghljóði, þ.e. Q], þegar í
frumnorrænu.9 Þetta sést greinilega á þeim myndum sem hafa tekið
svokölluðu g/it-hljóðvarpi, þ.e. hljóðvarpi sem framgómmælt g eða k
orsakaði, sbr. t.d. íslenzku þágufallsmyndina degi af nafnorðinu
dagur. Hér var það hið framgómaða g, en ekki sérhljóðið, sem olli
hljóðvarpinu, enda er sérhljóðið komið af -e (< -ai).
Eins og kunnugt er geta áhrifsmyndanir oft komið í veg fyrir
hljóðrétta þróun. Þannig hefur nefiiifallsmyndin hagi, sem komin er af
fm. *hagen, ekki tekið g/f'-hljóðvarpi vegna samræmisáhrifa aukafalla
eintölu (haga) og fleirtölufallanna (hagar o.s.frv.). Slík útjöfnun er
algeng, sbr. t.d. dugir í stað *dygir af sögninni duga.
3-2 Þróun g á milli stutts sérhljóðs og j i norrænu
A rnilli stutts sérhljóðs og j varð önghljóðið [y] að löngu framgóm-
mæltu lokhljóði í norrænu, þ.e. [j:], sbr. t.d. fisl. liggia, leggia, fsæ. og
fdö. liggia, lœggia < fm. *Iigjan, *lagjan. Hér hefur þróunin verið sú
ah [y] hefur sætt framgómun á undan j, þ.e. orðið að [j], en síðar
íengzt og orðið að tilsvarandi lokhljóði.10 Sennilega hefur „skerping“
(þ. Verschárfung) langs j í norrænu orðið með svipuðum hætti, t.d fm.
*twajjön > *twajjð > *twajjjö > fnorr. *twqggia (fisl. tveggia, fsæ.
twceggia, twiggia).
9 Þetta á einnig við um stöðu á eftir / eða r og undan frammæltu sérhljóði í
myndum eins og frn. þgf. et. *bergé og nf. flt. *balgiR (> físl. berge, belger). — Um
samnorræna framgómun uppgómmæltra lokhljóða og önghljóða í stöðu á undan
frammæltum sérhljóðum sjá Noreen 1923:190-191 og Brandum-Nielsen 1932:25.
Sbr. samnorræna þróun dd < ðð í myndum eins og físl. eydde, födde, rudde,
fsæ- &dde,födde, rudde < fm. *auþiðe, *föðióe, *ruðiðé.