Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Síða 84
82
Jón Axel Harðarson
önghljóðið [y] framgómazt áður en i féll brott. Þetta sýnir að ísl. lægja
og fleygja og aðrar slíkar myndir hafa aldrei sætt neinu „g-brottfalli“
á undan j; á engu stigi í sögu þeirra fór j næst á efitir framgómmæltu
eða (uppgómmæltu) önghljóði.
í myndum eins og físl. sfikia, þgf. flt. Ifikium, ef. flt. Ifikia (af
l$k)j, þar sem <ki> táknar framgómmælta lokhljóðið [c], hafði [k]
sætt sambærilegri framgómun á undan i sem síðar hvarf, þ.e. s/pkia
[so:ca] < *[s0:c(ij)á] < *sökian. í nafnorðinu Ifikr skapaðist sú regla
innan beygingardæmisins að stofnbrigðið Ifik- [lo:k] var haft á undan
samhljóðs- eða núllendingu en l$ki- [lo:c] á undan endingu sem
hófst á sérhljóði, sbr. et. nf. Ifikr, þf. og þgf. lók, ef. ltfkiar (í stað
*l$kar).
3.4 Hljóðbreytingin [j] > [j] í íslenzku
Um þessa breytingu, sem fólst í því að önghljóðið [j] féll saman við
hálfsérhljóðið [j], höfúm við vitnisburð bæði handrita og kvæða.
Breytingin varð í þrenns konar stöðu:
(2) a. á milli langs sérhljóðs (eða tvíhljóðs) og uppmælts sérhljóðs (a,
u), sbr. hógia, gýgiar, eygia;
b. á milli stutts eða langs sérhljóðs (eða tvíhljóðs) og [i], sbr. megi,
magi, Ægir, eigi;
c. á milli stutts sérhljóðs og [j], sbr. segia, þegia.
3.4.1 Vitnisburður handrita
í stöðu (2a) kemur breytingin fram með þeim hætti að g fellur brott í
ritun orðmynda eins ogfleygia og Iqgia — eða því er ofaukið í mynd-
um eins og eyia eða þýiar („öfúg stöfun“). Þetta skýrist þannig að
önghljóðið [j] hefur breytzt og fallið saman við hálfsérhljóðið [j].
Samkvæmt því hafa [floyja] og [læ:ja] breytzt í [floyja] og [læ:ja].
Sem dæmi um þetta má nefna <hvsfrægia> fýrir húsfreyia AM 325 II
4to 24v25 (frá um 1225) og <orcnaýgiar> fyrir Orkneyiar sama hdr.
35rl3; sbr. einnig <gyiar> fyrir gýgiar GkS 2365 4to 14rl9 (frá um
1275), <þýgiar> fyrir þýiar sama hdr. 21r23 og <nygiv«z> fyrir nýium
AM 625 4to lr6 (frá 1300-1325).