Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 85
Forsaga ogþróun orðmynda ... 83
í stöðu (2b) sést breytingin íyrst og fremst á rithætti orðmynda sem
höfðu rótarsérhljóðið e. Eftir að æ hafði fengið hljóðgildið [aj]19 um
miðja 15. öld sýna rithættir af gerðinni <dæginn> íyrir daginn20 að
-agi- var þá borið fram [aji]. í myndum með öðrum rótarsérhljóðum
kemur breytingin ekki fram í rithætti sökum þess að engin tví-
hljóðatákn voru til fyrir [ij], [oj], [uj] og [œj] í orðum eins og stigi,
b°gi, hugi og lögin2] Rétt er þó að gera ráð fyrir að breytingin hafí
orðið á sama tíma í öllum myndum þar sem [j] stóð á milli sérhljóðs
(eða tvíhljóðs) og [i].
Ritmyndir sem hafa <ei> fyrir rótarsérhljóðið e eru birtingarmyndir
umræddrar hljóðbreytingar en ekki tvíhljóðunar á undan g (sbr. kafla
4). Handritið AM 325 II 4to (sem, eins og áður greinir, er frá um
1225) sýnir <fvr veigit> fyrir fyrvegit (24vl5) og <eigill> fyrir Egill
(39v16, 23). Óvíst er þó hve mikið er á þessum dæmum byggjandi því
að í handritinu eru allnokkur dæmi um ritháttinn <ei> á undan öðrum
samhljóðum + [i], sbr. <dreipit> og <heifir> fyrir drepit og hefir. Þetta
kann að stafa af almennri hneigingu e til tvíhljóðunar á undan sam-
hljóði + [i] í máli skrifarans (sbr. Hallgrím J. Ámundason 2001 :LVI).
hess má geta að í Norsku hómilíubókinni, AM 619 4to frá byrjun 13.
aldar, koma fyrir ritmyndir með <æi> í stað <æ> á undan g + i, sbr.
fd. <Sæigi> (9rl4), <sæigið> (40v21) og <dæigi> (6v29, o.fl. st.). Að
þessum heimildum undanskildum eru elztu dæmi um ritháttinn <ei> fyrir
e á undan g + [i] frá öndverðri 14. öld. Samkvæmt Bimi K. Þórólfs-
syni (1925:XII—XIII) gætir ritháttarins lítið fyrr en eftir 1350. Hann
tilfærir dæmi frá síðara hluta 14. aldar o.áfr.
19 Þróun einhljóðsins œ (< q + á) var á þessa leið: [æ:] > [æj] (á 14. öld, sbr.
Oresnik 1982) > [aj] (á 15. öld).
20 Um aldur slíkra rithátta sjá Hrein Benediktsson 1977:42.
21 í þessu sambandi skal haft í huga að á 13. öld stóð au að öllum líkindum fyrir
[œw] (um þróun tvíhljóðsins au í fomíslenzku sjá Jón Axel Harðarson 2006:121).
Ekki er unnt að tímasetja nákvæmlega breytingu [œw] í [œy] og síðar einnig [œj] en
Vlst er að myndir eins og laugin og lögin hafa ekki fallið saman í framburði fyrr en
eftir hljóðdvalarbreytingu (um lengd fyrra atkvæðis í myndum eins og lögin sjá kafla
y- — Ef mynd eins og lögin (iQgin) er í handriti sem er eldra en hljóðdvalarbreyting
ntuð <laugin> stafar það líklegast einungis af því hve algengt það var að tákna ö (< 0
°8 0) með <au>.