Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Síða 86
84
Jón Axel Harðarson
Elzta dæmi um breytinguna í stöðu (2c) er væntanlega <seigia> í
AM 673 b 4to lr8 (frá um 1200). Það kemur íyrir í eftirfarandi vísu-
orði Placitusdrápu (2,8): uegs þesse roc seigia (með samræmdri staf-
setningu: vegs þesse rQk segia). Hér er um aðalhendingu að ræða og í
máli skáldsins voru það hljóðasamböndin [ex] í vegs og [ej] í segia
sem mynduðu rímið (um slíkt rím sjá kafla 3.4.2). Rithátturinn <ei>
fyrir <e> í segia skýrist bezt þannig að í máli skrifara handritsins hafi
[[] í orðmynd sem þessari verið orðið að [j]; hann hafi því borið segia
fram [sej:a] (= [sej.ja]). í Norsku hómilíubókinni, sem er frá svipuð-
um tíma (sbr. hér að ofan), eru dæmi þess að á undan gj sé ritað <æi>
í stað <æ>, enn ffemur að á eftir <æ> falli g á undan j brott í rithætti, en
hvorttveggja sýnir umrædda breytingu önghljóðsins, sbr. <Sæigia>
(31r8) og <sæía> (61r26) fyrir segia.
3.4.2 Vitnisburður kvæða
Fyrir 13. öld rímaði [j] aðeins við sjálft sig eða uppgómmæltu öng-
hljóðin [y] og [x], sbr. eftirfarandi dæmi úr dróttkvæðum:
(3)a. sá ’s qII regin eygia — Þjóðólfr ór Hvini (9. öld), Haustlöng 7
b. dugir siklingum segia — Halli stirði (11. öld), flokkr 5
c. almtaugar laust ógir — Eilífr Goðrúnarson (10. öld), Þórsdrápa
16
d. rógs brá rekka Iqgir — Hallfroðr vandr. (10. öld), Ólafsdrápa 4
í fyrstu dæmunum tveimur rímar [j] við sjálft sig, í þriðja dæminu við
[y] og í því ijórða við [x].22 í myndinni eygia (með þungri rótar-
samstöfu) stendur <gi> fyrir [j], í segia (með léttri rótarsamstöfu) hins
vegar fyrir hljóðasambandið [jj], eins og lengd fyrra atkvæðis ber með
sér. Rímið (au)[y] : (ó)[j ] og (ó)[x] : (?)[j] skýrist þannig að menn litu
á [y], [x] og [j] sem náskyld hljóð (sjá hér að neðan og kafla 3.4.4).
Frá 14. öld og síðar eru dæmi um að upprunalegt [j] rími einnig við
hálfsérhljóðið j, sbr. eftirfarandi hendingar úr Lilju (sem sennilega var
ort af Eysteini Ásgrímssyni, tl361):
22 í myndinni rógs stóð g fyrir [x] á undan s (sbr. kafla 3.4.4).