Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Side 89
Forsaga ogþróun orðmynda ... 87
(8) þarfat iarn at eggia
né iarðar men skerða
Slík stuðlun hverfur um 1600 (sbr. Bjöm K. Þórólfsson 1925:XXV).
Sjálfsagt hefur íhaldssemi skáldanna valdið því að hún hvarf ekki fyrr.
Tekið skal fram að þrátt fyrir endurtúlkun hálfsérhljóðsins j tók
það ekki neinni hljóðgildisbreytingu. í íslenzku nútíðarmáli er j enn
hálfsérhljóð.
3-4.3 Samantekt um aldur breytingarinnar
Af ofangreindu er ljóst að breytingin [j] > [j] hefur byrjað um og upp
úr 1200. Útbreiðsla hennar var skjótust í orðmyndum þar sem [j] stóð
á milli langs sérhljóðs (eða tvíhljóðs) og uppmælts sérhljóðs. Um það
höfum við allmörg dæmi frá 13. öld. Á milli sérhljóðs og [i] og á milli
stutts sérhljóðs og j nær breytingin hins vegar lítilli útbreiðslu fyrr en
á síðara hluta 14. aldar.
3.4.4 Hljóðkerfisleg staða [j] í fomíslenzku
í fomíslenzku víxluðust hljóðin [j], [y] og [x] oft innan sömu beyg-
ingardæma, sbr. t.d. sagnir eins og segia og hneigia\ í nútíð enduðu
mtarallómorf þeirra á [j] (seger, hneiger), í þátíð á [y] (sagðe,
hneigðe) og í nf./þf. et. hk. lh. þt. á [x] (sagt, hneigt). Þá höfðu mörg
heygingardæmi hljóðavíxlin [j] og [y], sbr. sögnina duga (duger,
dugðe, dugat) og nafnorðið boge (aukaf. et. boga). Af þessum sökum
hafa menn skynjað [j], [y] og [x] sem náskyld hljóð. Eins og fram
kemur í kafla 3.4.2 staðfestir kveðskapur þennan skyldleika.
Hljóðin [y] og [x] vom ásamt [g] og [}] hljóðbrigði fónemsins /y/;
' [Y] kom t.d. fram í saga, sagðe, sigla, sagna og sigra, [x] í sagt og
dags,27 [g] í garðr og springa, [}] í gefa, g£fa, gifting, giarna ([|j]) og
tQnge. Hér er g-fónemið táknað /y/ fremur en /g/ sökum þess að
hljóðið [y] var miklu útbreiddara, þ.e. kom fyrir í fleiri stöðum, en [g].
Hið síðamefnda var einskorðað við framstöðu og stöðu á eftir nef-
~1 í myndum eins og berg, belg (sbr. fsæ., fdö. bœrgh, bœlgh) og jafnvel í dag og
Veg hefur bakstætt [y] væntanlega oft afraddazt og orðið að [x].