Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 95
Forsaga og þróun orðmynda ...
93
Þ-e. í myndum eins og lœgja og fleygja (físl. Iqgia, fleygia). Fyrir
breytinguna tók [j] þátt í ýmsum stofnbrigðavíxlum þar sem [y] og
[x], hljóðbrigði fónemsins /y/, komu einnig við sögu, sbr. físl. sege
[j], sagðe [y], sagt [x]. Við breytinguna kom [j] hins vegar í stað [j] í
slíkum stofnbrigðavíxlum en það hafði í för með sér að j var endur-
túlkað hljóðkerfislega sem framgómmælt önghljóð. Eftir að [j] var
orðið [j] liéldust myndir eins hagi óbreyttar fram til hljóðdvalarbreyt-
ingarinnar en þá hlaut fyrra atkvæði þeirra að lengjast. Hér komu tvær
aðferðir til greina: önnur var lengingý-sins ([haji] > [haj:i]), hin var
ienging áherzlusérhljóðsins ([haji] > [ha:ji]). Fyrri aðferðina, sem
leiddi til tvíhljóðaframburðar, hafa langflestir íslendingar valið. Á
Suðausturlandi hafa menn hins vegar haldið einhljóðaframburði en
breytt honum þannig að í stað stutts áherzlusérhljóðs kom langt. Af
þessu er ljóst að bæði tvíhljóðaframburður og skaftfellskur einhljóða-
framburður í sinni núverandi mynd eru jafngamlir. Orðmyndir eins og
Segja fengu nútímaframburð sinn við það að [j] breyttist í [j]; þannig
fengu þær langt j [j:] og myndar fyrri móra þess síðara þátt tvíhljóðs-
lns [ej ] - Tvíhljóðaframburður mynda eins og lœgja varð hins vegar til
er langa einhljóðið œ [æ:] varð að tvíhljóði, fyrst að [æj], síðar [aj].
VIÐAUKI
Hljóóritun orðmynda eins og hagi, segja og lœgja í íslenzku nú-
tíðarmáli
Sú hljóðritun sem hér hefur verið valin er í samræmi við hljóðritun
Höskulds Þráinssonar í bókinni Handbók um málfræði (1995). Áður
var tvíhljóðaframburður myndar eins og hagi venjulega hljóðritaður
[haiji] (sbr. Bjöm Guðfinnsson 1964:134 og Kristján Ámason 1980:
196). Þessa hljóðritun er raunar enn að finna hjá Kristjáni Ámasyni
(2005:387). En sumum finnst hún ekki nógu nákvæm. Þannig hefur
Páll Kristinsson (1988:35, 39) valið þann kost að setja lengdar-
^oerki fyrir afitan tvíhljóðið á undan [j]. Þessi aðferð er komin til af því
að fyrra atkvæði myndar eins og hagi [haj:i] er langt, þ.e.a.s. það
endar á „löngu“ (tveggja móra) tvíhljóði. Lengd þess er því sú sama