Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 105
Málrœktarfrœði 103
meira og minna dulin en hafa samt sem áður sín áhrif og eru því hluti
málstefnunnar í reynd.3
-■4 Málstefna og undirhugtök
2.4.1 Málstefna — og undirhugtakið málstýring
Orðið málstefna samsvarar hér enska heitinu language policy.4 Ég
nota hugtakið á sama hátt og gert er hjá Spolsky 2004. Þar segir að
málstefna geti tekið til allrar málhegðunar, málafstöðu og málstýr-
■ngarákvarðana í tilteknu samfélagi eða stjómarfarseiningu (2004:9).5
Hér er því litið svo á að hegðun og viðhorf eigi sinn sess í málstefnu
auk sýnilegra ákvarðana um beina stýringu af einhveiju tagi. Rétt er að
árétta að málstefna tekur bæði til stöðu og forms máls, sbr. 2.2, og til
dulinna jafnt sem sýnilegra þátta, sbr. 2.3. Hugtakið má skilgreina
þannig (sbr. Ara Pál Kristinsson 2006:47):
(5) Málstefna: ráðandi málfélagsleg vitund og dulin og sýnileg ferli
í tilteknu málsamfélagi; varðar bæði stöðu og form máls
Þessari skilgreiningu er ætlað að ná þeirri hugsun sem fram kom í
lýsingunni hér á undan og hún byggist jafnframt á því að litið er á mál-
stefnu sem óaðskiljanlegan hluta málmenningar (e. linguistic culturé)
3 Um dulda og sýnilega málstefnu er t.a.m. fjallað hjá Schiffman 1996:4—5 og
Spolsky 2004:217-218; sjá einnig Ara Pál Kristinsson 2006:49-51.
4 Orðið málstefna hafði lengst af einungis merkinguna ‘fundur, málþing’ í
'slensku. Elsta dæmi þess í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans (www.amastolhun.is)
1 merkingunni ‘stefna sem lýtur að tungumáli’ er frá Jóni Helgasyni (1945:216-217).
Sú notkun festist í sessi í íslenskri umræðu, e.t.v. ekki síst fyrir tilstilli Baldurs Jóns-
sonar, Guðmundar B. Kristmundssonar, Höskuldar Þráinssonar og Indriða Gíslasonar
(1986) og Indriða Gíslasonar, Baldurs Jónssonar, Guðmundar B. Kristmundssonar og
Höskuldar Þráinssonar (1988). Stundum er orðið málstefna aðeins haft um ákveðnar
samþykktir, framkvæmdaáætlanir o.þ.h., sbr. lið (13k) í 5. kafla hér á eftir. Það má
td. sjá í yfirlýsingu um „málstefnu Háskóla íslands“ 21. maí 2004 (www.hi.is/page/
malstefna) og í löggjöf um íslenska málnefnd frá 2006 (9. gr. laga nr. 40/2006) þar
sem segir að nefndin eigi að gera „tillögur til menntamálaráðherra um málstefnu".
Skilgreiningin í (5) er augljóslega mun víðari.
„Language policy may refer to all the language practices, beliefs and manage-
ment decisions of a community or polity“ (Spolsky 2004:9).