Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 106
104
Ari Páll Kristinsson
samfélagsins (sbr. Schiffman 1996:1-30). Með ráðandi málfélags-
legri vitund er átt við sameiginlega málfélagslega vitneskju og viðhorf
sem ríkja í málsamfélaginu á hverjum tíma. Litið er svo á að mál-
hegðun mótist m.a. af ferlum og viðhorfum sem eru ekki endilega
sýnileg og fólk gerir sér ekki endilega grein fyrir. Málstefnuhugtakið
felur þannig ekki aðeins í sér duldar eða sýnilegar ákvarðanir og að-
gerðir heldur jafnframt þau duldu eða sýnilegu viðhorf eða grund-
vallarreglur í málsamfélaginu sem að baki búa. Á þennan hátt tengist
málstefnuhugtakið og rannsóknir á því sagnfræðilegum, félagsfræði-
legum, stjómmálafræðilegum, menntunarfræðilegum, hagfræðilegum,
sálffæðilegum, mannfræðilegum og þjóðfræðilegum þáttum (sbr. Haar-
mann 1990:109-110). Til að komast að því hver sé málstefna tiltekins
málsamfélags verður því að leita víða fanga, þ.e. í hegðun, viðhorfum,
stefnumótun og íhlutun í notkun og þróun máls og þar verður að huga
bæði að duldum og sýnilegum þáttum og jafnt að stöðu sem formi
máls. Yfirlýsingar stjómvalda, námskrár og önnur skráð fýrirmæli em
sem sé ekki nema hluti málstefnunnar.
Hjá Baldri Jónssyni 2002 er orðið málstefna einkum haff um lýs-
ingu á því marki sem málsamfélagið stefnir að og byggt er á tilteknum
viðhorfum (sjá einkum Baldur Jónsson 2002:428). Sá skilningur á
málstefnuhugtakinu, sem kemur fram í (5) hér á undan, er að því er
virðist ekki í neinni mótsögn við þetta og getur einnig að öðm leyti
samrýmst þeirri umræðuhefð sem skapast hefur.
I Handbók um málfræði er eftirfarandi skilgreining: „Með mál-
stefnu er átt við þá stefnu sem fylgt er í skólum og opinberum stofn-
unum varðandi málnotkun“ (Höskuldur Þráinsson 1995:93). Þessi
skilgreining er heldur þrengri en sú sem fram kemur í (5) hér á undan
en túlkunin getur reyndar farið eftir því hvaða skilningur er lagður í
„stefnu varðandi málnotkun". Ljóst er að í (5) er litið svo á að mál-
stefna samfélagsins geti hvarvetna verið á ferðinni, ekki aðeins í skól-
um og opinberum stofnunum.
Eins og fram hefur komið hér á undan er nauðsynlegt að geta greint
hina sýnilegu þætti málstefnunnar frá málstefnunni í heild. Einnig þarf
að vera hægt að greina aðgerðir og ákvarðanir um notkun og þróun
máls frá þeim viðhorfum sem þar búa að baki. Hér kemur hugtakið