Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 107
Málrœktarfrœði
105
málstýring (e. language planning)6 til skjalanna (sbr. Cooper 1989:
99-156, Schiffman 1996:4, Lo Bianco 2006:742, Vikor 2007:94-102
o.m.fl.).
(6) Málstýring: sá hluti málstefnu sem felst í sýnilegri viðleitni til
að hafa áhrif á stöðu og form máls
Skilgreiningin í (6) styðst m.a. við Haugen 1972, Cooper 1989, Thomas
1991 og Spolsky 2004.7
2.4.2 Málpólitík og málrækt — og undirhugtökin stöðustýring og
formstýring
1 (5) hér á undan kom fram að málstefna varðar bæði stöðu og form
oiáls. Miklu skiptir að halda til haga aðgreiningunni á stöðu og formi.
6 Kristján Ámason (2002) hefur einnig haft orðið málstjórmm um language
Ptanning en hann tók i yngri grein stefnuna á heitið málstýring (Kristján Ámason
2004). Sömu leið fara Þóra Björk Hjartardóttir (2004) og Hanna Óladóttir (2005). Á
Ougvísindaþingi 2006 fjallaði Guðrún Þórhallsdóttir um fyrirbæri eins og
breytinguna úr Vinstri grœnir í Vinstri grœn og spurði hvort um femíníska málstýr-
'ngu væri að ræða.
Sbr. þessar lýsingar þeirra á hugtakinu:
As I define it, the term L[anguage]P[lanning] includes the normative work
of language academies and committees, all forms of what is commonly known
as language cultivation [...] and all proposals for language reform or
standardization (Haugen 1972:287).
Language planning refers to deliberate efforts to influence the behavior of
others with respect to the acquisition, structure, or functional allocation of their
language codes (Cooper 1989:45).
[L]anguage planning, a term which covers all rational and purposeful
invervention in language and the social situations in which it operates (Thomas
1991:7).
Language management refers to the formulation and proclamation of an
explicit plan or policy, usually but not necessarily written in a formal
document, about language use [...] the existence of such an explicit policy does
not guarantee that it will be implemented, nor does implementation guarantee
success (Spolsky 2004:11).
Þleitið language planning kom fyrst fram á prenti 1959 (Haugen 1972, Cooper
1989:29, Daoust 1997:438, Vikor 2007:94—102). Heitið language management hefur
emnig verið notað í sömu eða áþekkri merkingu (Cameron 1995:27-30, Spolsky
2o°4, Nekvapil 2007).