Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 108
106
Ari Páll Kristinsson
Málstefnu má því skipta í málpólitík (e. language politics) og mál-
rækt (e. language cultivation) eftir því að hvorum þættinum hún
snýr.8
(7)a. Málpólitík: málstefna sem snýr að stöðu máls
b. Málrœkt: málstefna sem snýr að formi máls
Málpólitík lýtur sem sé að útbreiðslu og notkunarsviði máls, þeim
sessi sem það skipar í stjómsýslu, atvinnu- og menningarlífi, þ.e. við
hvaða aðstæður hægt er að nota málið. Málrækt9 snýst aftur á móti um
áhrif á sjálft formið, þ.e. á orðaforða og málkerfi, þ.m.t. hina rituðu
mynd, m.ö.o. á það hvemig málið er notað og hvemig það þróast.
í (6) var gerð grein fyrir hugtakinu málstýringu, þ.e. þeim hluta
málstefnu sem kalla má sýnilega viðleitni til að hafa áhrif á stöðu eða
form máls en eins og fram hefur komið getur málstefna líka hæglega
verið dulin eða búið í viðhorfum.
8 Rétt er að taka fram að hugtökunum language politics og language cultivation
er hér gefið meira vægi en venja er í erlendum skrifum um málræktarfræði.
9 Elsta dæmi um orðið málrœkt í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er írá Ágústi
H. Bjamasyni (1953). Þar segir hann frá því þegar „menn lærðu að fága mál sitt svo
bæði í ræðu og riti, að það gæti talizt sígild latína. Lögðu nú einkum skáldin stund á
slíka málrækt" (1953:112). Skilgreiningin í (7b), sem segir að málrækt snúi að form-
inu, samræmist notkun orðsins hjá Jóni Helgasyni (1954) þar sem hann segir, í
framhaldi af umræðu um hreint mál og nýyrðasmíð, að það sé einnig „ein tegund
málræktar að gera tillögur um orð af erlendum toga er leyfa skuli landvist í íslenzku
bókmáli, ákveða stafsetningu þeirra og beygingu11 (1954:114). Skilgreiningin í (7b)
samræmist jaíhframt lýsingu Höskuldar Þráinssonar (1995) á málræktarhugtakinu.
Hann segir það „nefnt málrækt þegar menn freista þess að láta málið þjóna tilgangi
sínum sem best, m.a. með því að búa til ný orð (nýyrði) um það sem þörf er að ræða
um“ (1995:311, leturbr. HÞ). Skilgreiningin í (7b) er einnig að miklu leyti, en ekki
fyllilega, í samræmi við þann skilning sem Baldur Jónsson (2002 [1989] og 2002)
leggur í málrœkt. Baldur segir hugtakið vítt og að það feli í sér eflingu orðaforða og
að auki „allt sem kallað hefir verið málhreinsun, málvemd og málvöndun" (2002
[ 1989]:414) en hann segir einnig að það sé meðal annars málpólitískt (s.st.). Baldur
Jónsson (2002 [1989] og 2002) kallar málrækt allt sem gert er vísvitandi til að „varð-
veita málið og efla það“ (2002:432), m.a. ,,[r]æktun hugarfarsins" (2002 [ 1989]:421)
og „að styrkja trú samfélagsins á gildi tungunnar, styrkja viljann til að viðhalda mál-
inu og bæta það“ (2002:432). Hér er slíkt hins vegar því aðeins flokkað sem málrækt
að það beinist að viðhorfum til varðveislu og eflingar formsins. Viðhorf til stöðunnar
eru hér á hinn bóginn felld undir málpólitík.