Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 113
Málrœktarfrœði 111
aðeins stiklað á stóru hér; ýtarlegri yfirlit og mat á viðfangsefnunum
er að fmna í bókum um málræktarfræði, t.a.m. hjá Spolsky 2004 eða
Vikor 2007.
Mörg helstu viðfangsefni málræktarfræðinnar koma fram í eftir-
farandi spumingu sem ég sæki til Coopers (1989:98):
(9) Hvaða öfl reyna að hafa áhrif á hvaða hegðun hvaða fólks og í
hvaða tilgangi og við hvaða aðstæður og með hvaða leiðum og
eftir hvaða ákvörðunarferli og með hvaða árangri?17
Til viðbótar við samantektina, sem býr í spumingu Coopers (1989:
98), má styðjast við lýsingu Vikors (2007:48). Hann segir að verkefni
ntálræktarfræðinnar sé að lýsa nokkrum þeirra afla sem hafa áhrif á og
stýra málnotkun.18 Hér ber að athuga vandlega að vitaskuld er sagt að
málræktarfræðin fáist aðeins við að lýsa nokkrum þessara afla. Megin-
spurningar málræktarfræðinnar em þessar skv. Vikor (2007):
i 10) Hvers konar aðilar taka ákvarðanir sem hafa áhrif á málnotkun
annarra? Hvers konar viðhorf, gmndvallarafstaða, kenningar
og röksemdir búa að baki þeim ákvörðunum?19
Hér er mjög mikilvægt að gefa því gaum að spurt er m.a. um viðhorf,
grundva 11 arafstöðu o.fl. sem að baki býr, sbr. skilgreiningu málstefnu-
hugtaksins í (5) og umræðu um það í 2. kafla.20 Um leið og ég fellst á
ofangreindar lýsingar Coopers (1989) og Vikors (2007) á meginspum-
17 What actors (e.g. formal elites, influentials, counterelites, non-elite policy
implementers) ... attempt to influence what behaviors ... of which people ...
for what ends ... under what conditions ... by what means (e.g. authority, force,
promotion, persuasion) ... through what decision-making process (decision
ntles) ... with what effect (Cooper 1989:98).
C°oper (1989) skýrir suma liðina mun nánar en því sleppi ég hér rúmsins vegna.
>,Sprákplanleggingsvitskapen har [...] til oppgáve á beskrive noen av dei
eftene som páverkar og styrer sprákbruken“ (Vikor 2007:48).
>.Kva slags instansar og organ er det som tar avgjerder som far folgjer for
andres sprákbruk? Og kva slags haldningar, prinsipp, teoriar og argument ligg til
^íjn for desse avgjerdene?" (Vikor 2007:48).
Því má bæta við að Ager (2001) fjallar um og greinir ýmsar tegundir hvata hjá
einstaklingum, hópum og stjómvöldum sem búið geta að baki málstefnu í mis-
•Uttnandi mynd.