Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 114
112
Ari Páll Krístinsson
ingum fræðigreinarinnar, svo langt sem þær ná, vil ég bæta þessari
spumingu við:
(11) Að hve miklu leyti er gerlegt að stýra tungumálum?
í framhaldi af þeim grundvallarspumingum, sem nú hafa verið nefnd-
ar, kvikna fjölmargar fleiri spumingar um afmörkuð viðfangsefni mál-
ræktarfræðinnar, t.d.:
(12) a. Hvaða svið málsins (orðaval? ffamburð? ...) er helst reynt að
hafa áhrif á og þá með hvaða árangri?
b. Hvaða öfl í samfélögum ráða mestu um viðmið og staðla og
það hvað telst viðurkennt mál?21 Á hverju byggjast viðmið og
staðlar?
c. Hvaða forsendur þurfa að vera fyrir hendi til að málstýrendur
hætti tilteknum afskiptum sem þeir hafa byrjað á?
d. Hvaða aðgerðir em notaðar til að bjarga tungumálum í útrým-
ingarhættu? Við hvaða aðstæður er það gerlegt?
e. Hvemig hefur verið réttlætt siðferðilega að sumir skipti sér
vísvitandi af málumhverfi og málnotkun annarra sem nota
sama mál?22
f. Hvemig má meta áhrif málstefnu á mál og málnotkun?
21 Sums staðar hefur slíkt t.a.m. einkum byggst á ffumkvæði einstaklinga og hópa
fremur en stjómvalda. Hreini Benediktssyni (1975:68) og Groenke (1983:140 o.áfr.)
ber t.d. saman um að sú hafi verið raunin í íslenskri málsögu.
22 A íslandi hafa slíkar spumingar komið upp í umræðum um málvöndun. Baldur
Jónsson (2002 [1990/1972]) segir íslenska málvöndun miða að því að kenna fólki
rétta aðferð og að virða venjur; hún sé reist á siðgæðislegu mati og sé eins konar
„siðfræði málsins" (2002 [ 1990/1972]:355, 357). Þetta sjónarmið felur m.a. í sér að
kennurum beri að leiðbeina nemendum um gott og viðeigandi málfar enda ríki tiltekin
viðmið um slíkt í samfélaginu. Gísli Pálsson (1979) telur aftur á móti að viðmið ís-
lenskra málvöndunarmanna „feli í sér réttlætingu á valdi og forréttindum þeirra sem
betur eru settir í þjóðfélaginu" (1979:177). Hann segir m.a. að málflutningur þeirra
einkennist af rökleysu og hleypidómum (1979:198) og að þeim „leyfist [...] að
ráðskast með félagslegar stofnanir, svo sem skólakerfið“ (1979:177). — Félagsleg
málvísindi, þ. á m. málræktarfræði, eru raunar stundum gagnrýnd almennt fyrir að
leiða hjá sér erfiðar félagslegar og pólitískar spumingar (Pennycook 2006:792-794)
eða fyrir að þjóna beinlínis hagsmunum ríkjandi afla (Lo Bianco 2006:747, 754—756).