Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 115
Málræktarfrœði 113
Ein áhugaverðasta spumingin er (12f) og hún tengist einnig (11) hér á
undan. Hún virðist þó jafhframt vera ein sú erfiðasta sem fræðigreinin
stendur frammi fyrir ef marka má niðurstöður Coopers (1989) hvað
snertir málstýringu. Meðal alhæfinga hans er ein sem segir að erfitt sé
að meta árangur af málstýringu og hin mismunandi áhrif ólíkra þátta
(1989:185).
5. Einstök athugunarefni í málræktarfræði
1 4. kafla var sagt frá viðfangsefnum málræktarfræðinnar og settar
fram ýmsar spumingar sem henni er ætlað að leita svara við. Sumar
spuminganna vom tiltölulega almenns eðlis. Þeim til viðbótar verða í
(13) hér á eftir tilgreind margvísleg einstök athugunarefni í málsam-
félögum um allan heim sem fengist er við í málræktarfræði.23 Þetta
eru aðgerðir og ferli sem tíðkast í ýmsum málsamfélögum nær og fjær,
Þ- á m. hinu íslenska. Þau má taka til athugunar og greiningar. Það
getur falið í sér að greina forsendur, markmið, aðferðir og árangur í
hverju tilviki. Niðurstöður koma m.a. fram í kerfisbundnum saman-
hurði á aðstæðum, aðgerðum og ferlum, í kenningum eða alhæfingum
Ufu eðli og vægi þátta sem skipta máli o.fl. Enn skal áréttað að hafa
verður hugfast að gera greinarmun á viðfangsefnunum sjálfúm og
rannsóknum á þeim.24
23
Til marks um það hve athugunarefni málræktarfræðinnar eru margvísleg má
nefna að Þóra Björk Hjartardóttir (2004) tilgreinir eftirtalin atriði í lýsingu á mál-
stýringu í ýmsum tungumálum: opinber stafsetning, beinar málfarsleiðréttingar í skól-
Um °g opinberum miðlum, málfarsráðgjöf fyrir almenning, stofhanir og fyrirtæki,
fyrirmæli um uppbyggingu texta, nýyrðasmíð, endumýjun orða um ýmsa þjóðfélags-
hópa og breytingar á hlutverki málfræðilegra kynja (2004:92). Öll eru þessi atriði
rannsóknarefni fyrir málræktarfræðinga. Enda þótt upptalning Þóru Bjarkar (2004) sé
ekki löng og aðeins á sviði formstýringar sýnir hún samt vel hve viðfangsefnin geta
Ver*ð margbreytileg.
Það sem hér fer á eftir er engan veginn tæmandi upptalning en ég reyni að veita
er (jölbreytt sýnishom með almenna skírskotun og að nefna jafnt aðgerðir sem snerta
s‘öðu og form tungumála, sbr. t.a.m. yfirlit Haarmanns (1990:106-108), Cameron
1 .95:9—11) og Daoust (1997:440-445), auk fyrrgreindrar upptalningar Þóm Bjarkar
jartardóttur (2004:92). í samantektinni leitast ég jafnframt við að tilgreina
Scrstaklega ýmis áhugaverð athugunarefhi úr íslensku málsamfélagi.