Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 117
Málrœktarfrœði
115
e. Aðgerðir gegn málnotkun sem telst í blóra við nútíma-
sjónarmið um jafnrétti kynjanna
Sem dæmi um slíkar aðgerðir mætti taka afskipti af einstökum
starfsheitum, sbr. t.d. tillögu til þingsályktunar á Alþingi 2007-
2008 (þskj. 278, 248. mál) um nýtt starfsheiti fyrir ráðherra.
Annað dæmi gætu verið afskipti af hlutverki málfræðilegra
kynja, sbr. t.d. breytingu á nafni stjómmálahreyfingar þar sem
grœnir verða grœn, sbr. nmgr. 6. Sjá enn fremur umræðu hjá
Þóru Björk Hjartardóttur 2004:94-95.
f. Iðkun forskriftarmálfræði25
Hér er átt við iðkun þeirrar tegundar málfræði sem fæst við að
veita „leiðbeiningar um málnotkun, mælir með einu og for-
dæmir annað eða bendir á að tiltekin málfarsatriði séu ekki við
hæfí í formlegri eða vandaðri málnotkun á opinberum vett-
vangi“ (Höskuldur Þráinsson 2005:16).
Þetta er málræktarfræðilegt viðfangsefni sem rýna má í frá
ýmsum hliðum, m.a. með hliðsjón af ýmsum áhugaverðum
dæmum úr íslensku málsamfélagi. Ein nálgun gæti verið að
huga að forsendum þess að mismunandi málvenjur eru ekki
lagðar að jöfnu í samfélaginu. Þá má kanna t.a.m. sögu leið-
réttinga eða afskipta af tilteknum málvenjum í skólum eða
fjölmiðlum og áhrif slíkra leiðréttinga. Hvað veldur því að
sum form teljast óviðeigandi í vissum textategundum enda þótt
önnur form, sem virðast sambærileg, séu þar talin góð og gild?
Skilar málvöndun sér sem varanleg áhrif á málhegðun fólks,
hægir hún á tiltekinni yfirstandandi málbreytingu, stöðvar hún
25
Orðið forskriftarmálfrœði samsvarar á ensku prescriptive grammar/prescripti-
Vls,n- Hjá Cameron 1995 má finna gagnrýni á þá útbreiddu aðferð að tvískipta
IT>álvísindum í lýsandi málfræði og forskriftarmálfræði (1995:3-11). Skiptingin er
VlHandi í fyrsta lagi vegna þess að íhlutun í notkun og þróun tungumáls getur verið
m'klu fjölbreyttari en felst í hugtakinu forskriftarmálfrœði og í öðru lagi vegna þess
að tVlskiptingin getur breitt yfir þá staðreynd að íhlutunin getur haft ýmis áhrif á mál
°g málnotkun og þannig á viðfangsefni allrar mállýsingar. Hjá Milroy og Milroy 1999
er nefndur annar óheppilegur fýlgifiskur slíkrar tvískiptingar en þau halda því fram að
nndóf í menntageiranum gegn forskriftarmálfræði hafi á Bretlandi orðið til þess að
raga úr málfræðikennslu almennt (1999:7).