Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 120
118
Ari Páll Kristinsson
Vandenbussche 2003 um meginhugmyndir og áhrifamestu
fræðimenn sem sinnt hafa (samanburðar)rannsóknum á stöðl-
un og stöðlunarferlum þar sem til verða þjóðtungur eða opin-
ber mál. Mótun staðals felur í sér ákvarðanir m.a. um sam-
ræmi í:
(i) rithætti, þ.e. um stafróf, stafsetningu, umritun, greinar-
merki; sjá einnig lið (13í) hér á undan; m.a. getur falist í
þessu að frumsemja stafróf handa tilteknu málsamfélagi
líkt og Fyrsti málfræðingurinn tók sér fyrir hendur
(ii) framburði; sjá einnig lið (13í) hér á undan; um íslenskar
tillögur á því sviði má t.a.m. lesa hjá Baldri Jónssyni 1998
(iii) orðnotkun; þetta snertir einnig m.a. liði (13e), (13f) og
(13i) hér á undan
(iv) beygingum, orðaröð og setningaskipan; sjá einnig m.a. lið
(13f) hér á undan
k. Mótun aðgerðaáætlana og opinberrar stefnu um mál og
málnotkun
Hér er átt við sýnilega viðleitni opinberra aðila til að hafa áhrif
á mál og málnotkun með því að setja lög og reglur eða gefa út
önnur fyrirmæli, ályktanir og aðgerðaáætlanir sem hrinda skuli
í framkvæmd.
l. Opinber afskipti af nöfnum
Hér má nefna lög og reglur sem tíðkast í ríkjum heims um
meðferð, notkun og skráningu nafna, einkum mannanafna, ör-
nefna og vörumerkja. Sem íslensk dæmi má nefna lögin sem
mannanafnanefhd, ömefnanefnd og Einkaleyfastofan starfa eftir.
m. Stuðningur við tungumál í útrýmingarhættu
A gmnni ýmissa athugana28 hefur verið talið nauðsynlegt að
grípa til aðgerða til að styðja við málsamfélög sem eiga undir
högg að sækja. Meðal slíkra aðgerða má nefna breyttar nám-
skrár, meiri útgáfu, öflugri fjölmiðlun og ýmsan áróður sem
28 Sameinuðu þjóðirnar hafa m.a. látið gera samantekt um tungumál í
útrýmingarhættu í Evrópu (Salminen 1999). Þar er t.a.m. litið svo á að islenska sé ekki
í hættu en t.d. baskneska sé „í hættu“ og t.d. bretónska „i alvarlegri hættu“.