Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 121
Málræktarfrœði
119
ætlað er að styrkja trú fólks á móðurmáli sínu. Innan málræktar-
fræði hafa aðgerðir til að bjarga tungumálum í útrýmingar-
hættu verið rannsakaðar af vaxandi þrótti á síðari árum, sjá
t.a.m. Fishman (ritstj.) 2001.
n. Tungumálakennsla
Tungumálakennsla er útbreiddasta og þekktasta gerð hag-
nýttrar málfræði (sjá t.a.m. Davies og Elder 2006:7, einnig Ara
Pál Kristinsson 1996:111-112). Stundum er litið á ákvarðanir
um og íýrirkomulag á tungumálakennslu sem hluta af mál-
stýringu. Slíkt er þá flokkað annaðhvort sem stöðustýring eða
sem sk. málanámsstýring (e. acquisition planning) sem þá er
talin sérstök gerð málstýringar (Cooper 1989). Það stækkar
rannsóknarsvið málræktarfræðinnar til muna ef allt sem varðar
tungumálakennslu er fellt undir málstefnu.
o. Áhrif á viðhorf til máls
Hér er átt við spuminguna um það hvaða öfl hafí helst áhrif á
málviðhorf í tilteknu málsamfélagi, s.s. viðhorf til þess hlut-
verks sem málið gegnir sem samskiptatæki, til hlutverks þess
sem félagslegrar eignar og til menningarlegs gildis þess. I
þessu rannsóknarefni getur málræktarfræði sótt ýmislegt til
annarra hug- og félagsvísinda, s.s. sagnfræði, félagsfræði, sál-
fræði, stjómmálaffæði, mannfræði, menntunarfræði, þjóðfræði,
hagfræði o.fl.
p. Mismunandi viðhorf og aðgerðir á mismunandi tímum
Viðfangsefni málræktarffæði eins og annarra greina em öðmm
þræði söguleg. Hinn sögulegi hluti er e.t.v. ekki síst áhuga-
verður einmitt í málræktarfræði þar sem eðli málsins sam-
kvæmt er m.a. leitast við að komast að því hvort og þá hvemig
tiltekin viðhorf, stefnumótun eða íhlutun hefur haft áhrif á
form eða stöðu tungumáls. í því sambandi er samanburður á
mismunandi skeiðum í sögu tungumáls óhjákvæmilegur. Á
sviði íslenskrar sögulegrar málræktarfræði em t.a.m. rann-
sóknir Halldórs Halldórssonar (1979), Kjartans G. Ottóssonar
(1990), Svavars Sigmundssonar (1990-1991) og ýmissa ann-
arra á sögu málhreinsunar í íslensku.