Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 129
„ Hvernig niðurhel ég? “ 127
Hún hlaut því að haga sér eins og gá sem telst til é-sagna hjá Noreen
1923:349.8
En lengi er von á einum. Nú hafa þau undur og stónnerki orðið að
fjölgað hefúr í hópi sterkra sagna. Og sögnin sem um ræðir er ekki ný
heldur byggir hún á gömlum merg. Þannig eru dæmi þess að sögnin
niðurhala þar sem seinni hluti samsettu sagnarinnar, sjálft höfuð
sagnarinnar, sé beygt sem sterk sögn væri. Þetta er ekki aðeins að
hluta til heldur eru dæmi úr nútíð, þátíð eintölu og fleirtölu og lýsing-
arhætti þátíðar eins og sjá má í 3. kafla. Raunar getur þetta líka átt við
Þegar niður er notað sem ögn, hala niður, en miklu sjaldnar og ekki í
jafnmörgum formdeildum. En sögnin niðurhala er því ólík sögninni
kvíða sem beygist sterkt nema í nútíð eintölu. Þessi veika nútíð er fom
leif enda var sögnin veik í fomu máli. Ásgeir Blöndal Magnússon
(1989:527) gefur veiku þátíðina kvíddi sem fomlega og í orðabók
Iritzners (1954 11:373) er sú sterka ekki nefnd á nafn.9 í þessu sam-
bandi er líka vert að nefna, enda athyglisvert, að í norskri mállýsku
hefur t.d. sögnin like/lika, þ.e. líka, orðið sterk í þátíð og beygist skv.
fyrsta flokki sterkra sagna, sbr. Enger 1998:124—125.10 En aftur að
^slensku því að hér má líka minnast á sögnina ske; í nútíð eintölu er
hún víst stundum sker en var það líka í gömlu máli.11
Fræðilega séð hefði sögnin spá getað hljóðverpst í eintölu eins og ná. Það var
Þó ólíkiegt enda ná undantekning.
9 í íslenskri oröabók (2002:841) er formið kvíddi greint sem fom eða úreltur
viðtengingarháttur þátíðar.
Venás (1967:32) gefur beyginguna lika - lik - leik - like. Sé sögnin veik í
n°rsku þá er þátíðin likte.
T "sru málsins em dæmi um nútiðarformið sker af sögninni ske, sbr. Veturliða
1997-1998:194—195. Heimir Pálsson benti greinarhöfundi á að sker væri
al sumuni talið vera sterkt form. í áðumeíhdri grein minnist Veturliði hvergi á að ske
eða einhver form sagnarinnar geti verið sterk. í yngri grein um sama efni segir hann
(099:43) hins vegar:
Perfekt particip var visserligen i början skénn, skén i m. och f. (jfr samma form
i rnedellágtyskan), vilket páminner om starka verb eller vissa ja-verb, men en
analogisk svag form uppstod tidigt, skéður m. och skéð f.
haunar hafði Jón Hilmar Jónsson (1979:120-121) skrifað um þessi sterku form í
ýsingarhætti þátíðar (fyrst í prófritgerð sinni).