Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 133
„Hvernig niðurhel ég?
131
orðabók (2002). En sögnin hala á sér lengri sögu í málinu. Skv.
Asgeiri Blöndal Magnússyni (1989:300) er hún komin úr miðlág-
þýsku og merkir ‘draga upp, draga að sér, draga inn vörpu’. Sögnin er
því gömul í málinu, er m.a. hjá Fritzner (1954 I),15 og elstu dæmin í
ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá upphafi 17. aldar. í mörgum
dæmanna kemur fram að hlutum er halað upp og niður, inn og út.16
Sögnin hlaða samsvarar ensku sögninni load að uppruna og a.m.k.
merkingunni ‘hlaða’. Sögnin niðurhala er notuð sem jafngildi ensku
sagnarinnar download. Merking niðurhala og niðurhlaða er ein og hin
sama, þ.e. ‘draga rafrænt að sér gögn’.17 Þess ber líka að geta að á
Netinu eru ljölmörg dæmi um aðlöguðu sagnirnar/sagnformin
(down)+lóda eða loada og líka dánlóda,18
Til eru fleiri sagnir sömu merkingar og niðurhala og niðurhlaða. í
orðabanka íslenskrar málstöðvar eru (26. janúar 2008) flytja niður,
hala niður, hlaða og afrita. í Tölvuorðasafninu (2005) er hlaða, ein
°g sér eða með fylgilið (ögn): hlaða niður = flytja niður, sækja\ líka
hlaða upp = flytja upp. Þar er niðurhala hins vegar ekki og nafnorðið
niðurhal með spumingarmerki og vísað til orðsins niðurhleðsla ‘það
að hlaða niður’; orðið niðurflutningur er samheiti.
Á Netinu er nafnorðið um það sem sögnin niðurhala merkir nánast
alltaf niðurhal', dæmin em fjölmörg, skipta þúsundum. Um eitt
hundrað og sextíu dæmi em hins vegar um orðið niðurhölun. Um
°rðið niðurhleðsla, sem Tölvuorðasafnið (2005) gefur, em dæmin
liklega um 30.19 En dæmi em líka um að niðurhal merki það sem
15 Fritzner (1954 1:691) sér ástæðu til að geta þess að hala samsvari hale í ensku,
halen í hollensku og holen í þýsku.
16 í ritmálssafhinu eru dæmi um sagnimar kjölhala og yfirhala (ábending ónafn-
Sreinds yftrlesara). Þar eru líka dæmi um nafnorðin framhalarí, niðurhalari og upp-
halari; nokkur um hvert þeirra. í öllum tilvikum er merkingin einhvers konar tæki.
Ustu dæmin em um niðurhalara; þau em frá seinni hluta 19. aldar.
17 Hér má líka geta sagnanna upphlaða og upphala. Merking þeirra er ‘senda
(afrænt ffá sér gögn’. Einar Valur Gunnarsson, starfsmaður á Reiknistofnun Háskóla
Islands, upplýsti greinarhöfund um merkingar þessara sagna sem og annarra niður-
sagna.
1 O r
I (6a) er downloada og á Netinu er mikill fjöldi dæma um dánlóda.
19 Allar þessar tölur em ffá 24. janúar 2008.