Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Síða 140
138
Margrét Jónsdóttir
5. Lokaorð
Einhver kynni að segja að langt sé til seilst að segja niðurhala vera
sterka sögn, sér í lagi að byggja það á fremur fáum dæmum og það af
Netinu. Jafnframt hefur nánari skoðun á dæmunum leitt í ljós að það er
einkum ungt fólk sem notar sögnina sterka. Það er þó alls ekki algilt.
Og málsniðið er heldur ekki alltaf hátíðlegt. En ekkert af þessu má
vanmeta enda sýna dæmin tvennt. Annars vegar sýna þau sterka sögn;
það staðfesta ekki aðeins hljóðskiptin heldur líka beygingarfræðileg
atriði eins og þau að fyrsta persóna í eintölu í þátíð framsöguháttar er
eitt atkvæði, þ.e. endingarlaus. Samt má ekki gleyma því að sögnin er
ekki alveg fullburða eins og rakið var. Hins vegar sýna dæmin líka
lifandi mál, mikla málsköpun, á köflum þó vissulega nokkuð óheflaða.
Kannski var það leikur að málinu sem ýtti þessu öllu á flot. En hvort
þessi nýja sterka sögn lifir af og jafhvel eykur kyn sitt í einhverjum
skilningi er best að segja sem fæst um. En fróðlegt verður að fylgjast
með sögninni og afdrifum hennar á næstu árum.
HEIMILDIR
Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. íslensk orðsijjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
Beygingarlýsing islensks nútímamáls. A vef Stofnunar Arna Magnússonar í islenskum
fræðum: http://www.amastofnun.is/.
Enger, Hans-Olav. 1998. The Classification of Strong Verbs in Norwegian with
Special Reference to the Oslo Dialect. A Study in Inflectional Morphology.
Scandinavian University Press, Oslo.
Fritzner, Johan. 1954. Ordbog over Det gamle norske Sprog I—III. Nytt uforandret
opptrykk av 2. utgave (1883-1896). Tryggve Juul Moller Forlag, Oslo.
Guðrún Kvaran. 2005. Orð. Handbók um beygingar- og orðmyndunarfrœði. íslensk
tunga 2. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
Haspelmath, Martin. 2002. Understanding Morphology. Amold, London.
Höskuldur Þráinsson. 1995. Handbók um málfrœði. Námsgagnastofnun, Reykjavík.
Höskuldur Þráinsson. 2006. Setningar. Handbók um setningafrœði. Meðhöfundar Eirík-
ur Rögnvaldsson, Jóhannes Gísli Jónsson, Sigríður Magnúsdóttir, Sigríður Sigur-
jónsdóttir og Þórunn Blöndal. íslensk tunga 3. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
íslensk orðabók. 2002. Ritstjóri Mörður Ámason. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt.
Edda, Reykjavík.
íslensk orðtíðnibók. 1991. Ritstjóri Jörgen Pind. [Meðhöfundar:] Friðrik Magnússon,
Stefán Briem. Orðabók Háskólans, Reykjavík.