Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Síða 148
146
Guðrún Kvaran
ORÐ (BLS.) SKÝRING JÓNASAR
maðr (10) ,,= homo, menneske. Hún er myndarmaðr, hún er vænsti maðr, hún er gæðamaðr“
metall (8) „heilsudrykkr t.d. kaffi, brennivín o.fl. er sá bezti metall fyrir mitt brjóst í kulda og þreytu. Hér í alvöru, áðr hefi eg heyrt það sagt i galsa og spaugi"
mor (6) „sandrik; hann er moraðr = það er sandrik"
net(6) „hálstrefill"
renna (4) „hann er farinn að renna = snjóinn skefr þegar hvast er. (Renningr er líka sagt í Eyjafirði)“
renningr (4) „= skafhríð"
reytla sér (12) „= sníkja, biðja beininga"
ríða (14) „= vera yxna um kú, varla annað sagt: Hún er að ríða“
rytja (12) „kindarskrokkr sem finst dauðr í úthaga, helzt ef hann er vargétinn“
ská (18) „það skásta, bezta af einhverju"
skinnhald (14) „= skinnbuxur"
slá (18) „hverfisteinsstokkr"
strepta (16) „= hreyta, mjólka skepnur vandlega"
stöpull (8) „= fyrirstaða, t.d. það er ekki stöpull inn á leiðinni er sagt þegar stórámar eru lagðar"
viðbrigðinn (14) „sá sem bregðr mjög snöggt við hávaða, nervös"
tappur (1) „tarfr, naut“
tættur (2) „= tóttir, pl. af tótt“
þófareiði „= alt áreiði annað enn kvensöðull og hann jafnvel stundum"
Mörg af þessum orðum eru áhugaverð til skoðunar, t.d. orðið tappu>'
sem margt bendir til að fyrst og fremst þekkist á suðaustanverðu land-
inu en rúmsins vegna verður þeim sleppt í þetta sinn.
2.2 Athugun á notkun og dreifingu
Nú verða 29 orð, sem tilgreind eru sem staðbundin í Bl, skoðuð nánar
og borin að ÍO, ÁBIM, RM, TM og ÞÞ. Einnig verða þau tvö orð tekin
með sem ÍO merkir staðbundin að auki og einnig orðiðpausi frá ÁBlM
sem hann hefur líklega frá BMÓ.