Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 149
„ Rangvella sive Idiomata Rangvallensium “ 147
Orðið apall, notað um lausagrjót, hnullunga og torleiði vegna lausa-
gangs, er ekki merkt staðbundið í ÍO (1983:32) en B1 hafði merkt það
Suðurlandi í viðbæti aftan við megintextann (1920-1924:1009) og sagt
merkinguna hina sömu og í orðinu apalgrýti. Það er ekki heldur merkt
staðbundið.
Fá dæmi eru um orðið apall í RM eða aðeins tólf. Nánast öll þau
dæmi sem unnt var með góðu móti að staðsetja bentu til Suðurlands
nema eitt úr ritinu Sóknarlýsingar Vestjjarða, fyrra bindi (1952:17).
Þar er vísað í orðið grjótapall en þau sjö dæmi sem fínnast í RM eru
öll sunnlensk. Fimm af þeim eru fengin úr fjórum Árbókum Ferða-
félags íslands sem Haraldur Matthíasson skrifaði allar. Haraldur var
Árnesingur og hefúr vafalaust þekkt orðið úr málumhverfi sínu. Frá
honum eru einnig komin tvö dæmanna um apal. Grjótapall er ekki
merkt staðbundið í Bl, hugsanlega vegna þess að það virðist ekki koma
fyrir hjá BMÓ.
í TM eru aðeins tvö dæmi um apal. Annað er úr Hrunamanna-
hreppi, frá Kristrúnu Matthíasdóttur, systur Haralds, og er skýringin
gróðurlaust land og svo grýtt, að það er mjög erfitt yfirferðar, bæði
mönnum og skepnum’. Hitt dæmið er úr Borgarfírði og er í raun skýr-
’ng á orðinu apalgengur (um hesta) en heimildarmaður tengir gang-
lagið apalgrýttu landi.
ÁBIM telur orðið apall líklega skylt epli og að merkingin og
nierking samsettra orða með apal- að forlið (apalgrýti, apalgrár,
aPalgrcenn, apalrauður) tæki þá mið af lit og lögun eplisins (1989:
22). Apall væri þá skylt apaldur ‘eplatré’ sem þekkist þegar í fomu
’ttáh. Borgfírska dæmið í TM, sem og vestfirska dæmið í RM, benda
til að orðið hafí eitthvað verið notað utan Suðurlands en önnur dæmi
sýna að það hefur a.m.k. verið vel þekkt þar.
Lýsingarorðið ánœgður í merkingunni ‘saddur’ er ekki merkt stað-
hundið í ÍO. Ekkert dæmi fannst um þessa merkingu í RM og aðeins
eitt dæmi í TM. Það var úr Austur-Skaftafellssýslu og á seðlinum
stendur: „Hann er orðinn ánægður af feita selnum.“ Á meðan ekki
f’nnast fleiri dæmi er ekki unnt að ákvarða nánar um dreifmguna.