Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 150
148
Guðrún Kvaran
Eins og fram hefur komið er bjalli ekki merkt staðbundið í Bl. Það er
ekki fletta í megintextanum en aftur á móti í viðbætinum (1920-1924:
1012) í merkingunni ‘upphækkun, lítill hóll’. í vasabók xxii hefur
BMÓ skráð: „bjalli = hóll Rang.“ og hann hefur þá heimild líklegast
frá öðrum en Jónasi. í ÍO er það merkt staðbundið. í RM eru 14 dæmi
og þau sem unnt var að staðsetja með nokkurri vissu bentu til Suður-
lands. Þorvaldur Thoroddsen skrifaði t.d. í Ferðabók sína, þriðja bindi
(246): „Bölti þýðir hér um sveitir sama sem hóll eða bali, líkt og bjalli
á Suðurlandi". Aðeins tvö dæmi voru í TM. Á öðrum seðlinum kemur
fram að orðið þekkist ekki á Vestfjörðum en á hinn er skráður hús-
gangur úr Rangárvallasýslu sem Ámi Böðvarsson hafði skrifað niður.
Hann hefst svona: „Upp á bjallann Oddur vendi / og einnig Gvendur
sonur hans“. ÁBIM segir orðið kunnugt frá 17. öld og styðst þar við
dæmi í RM. Án efa á hann þar við Hallgrím Pétursson sem var Skag-
firðingur að uppmna en bjó lengstum á Suðvesturlandi. Ásgeir bendir
á skyldleika við sænska orðið fotabjálle ‘il, táberg’ og bjálle í sænsk-
um mállýskum í merkingunni ‘bólguhnúður, þrymill’ og tengir það ís-
lensku orðunum bjalla í merkingunni ‘hluti af marinkjamastönglum’,
bolli, böllur og bölti (1989:58).
Við orðið bos gefur Jónas Jónasson tvær merkingar. Við þá fyrri segir
hann að bos komi einkum fyrir í samsetningunni renningsbos og að
orðið sé notað um dálitla skafhríð sem gýs upp um stund. Við þessa
merkingu setur hann „ASkafit", þ.e. hann hefur heimild sína úr Austur-
Skaftafellssýslu, en B1 merkir hana Ámessýslu, Austur-Skaftafells-
sýslu og Breiðdal. í vasabók xvii er bos skráð í merkingunni ‘fjúk’ og
stendur við það Hf. sem er stytting fyrir Homafjörður. í vasabók xxii
er bosvindi sagt merkja ‘stiv kuling’ og við stendur Fljótshl. í RM eru
alls nítján dæmi um bos og var ekkert þeirra um þessa merkingu-
Renningsbos fannst ekki heldur.
Bos notað um rúm eða bæli er hjá B1 merkt Austur-SkaftafellS'
sýslu. Við það hafði BMÓ skrifað á vinstri síðuna ‘rúm í óvirðul. þýð-
Hvorki þessi merking né hin fyrri er merkt staðbundin í ÍO. Af dæm-
unum nítján í RM em níu úr verkum Halldórs Laxness. Alveg er óvíst
að þau hafi verið af hans uppmnalega málsvæði. Hann skráði hjá sér