Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 153
„ Rangvella sive Idiomata Rangvallensium “ 151
heyi og kálgarði fjórtán. Ekki er þó einfalt að greina milli kvenkyns-
og hvorugkynsorðanna. Þau eru t.d. eins í þágufalli og eignarfalli
fleirtölu. Ef fyrst er litið á dæmin sem færð eru undir kvenkyn sést að
í elsta dæminu, sem er úr íslenskum þjóðháttum Jónasar frá Hrafna-
gili, er verið að lýsa upphækkunum undir heygarða. Jónas hefur því
kynnst des í kvenkyni í þessari merkingu en í ritinu er hann að lýsa
venju um hleðslu heygarða á 18. öld sem náði um allt Suðurland og
vestur á Snæfellsnes. Dæmi úr íslenskum þjóðsögum Sigfúsar Sigfús-
sonar sýnir greinilega kvenkyn („eina des“) en tvö úr ritinu 15 þcettir
um sunnlenzkaþjóðhætti eftir Bergstein Kristjánsson eiga við hvorug-
kynsmerkingu ÍO. Síðasta dæmið (þgf. ft. desjunum) úr Brekkukots-
annál Halldórs Laxness á við kálgarð og ætti því að flytjast undir
hvorugkyn.
Um kvenkynið er elst dæmi í RM frá Áma Magnússyni (1930:
238). Þar stendur:
Des. heydes, neutrius generis heitir i Myrdal sá upphladni iardveggr,
sem heyen hladast á. Geil geingr millum tveggia Desia.
Flest dæmin, sem með góðu móti er hægt að staðsetja, em sunnlensk
°g eru þau bæði notuð í merkingunni ‘heydes’ og ‘beð í kálgarði’.
1 útvarpsþættinum íslenskt mál var spurt um des, bæði um merk-
h>gu og kyn, og liggja svörin í TM. Langflestir könnuðust við merk-
•oguna ‘beð í kálgarði’ og höfðu orðið í hvomgkyni. Nær allir vom
þeir úr Vestur- og Austur-Skaftafellssýslum en tvö dæmi vom þó úr
Húnavatnssýslum. Þrír Norðlendingar tóku fram að þeir þekktu ekki
des, aðeins beð í kálgarði, en einn Norður-Þingeyingur sagðist alltaf
n°ta dys ef átt væri við hey. Verið getur að Jónas hafl þekkt þessa
ootkun að norðan. Um kvenkynsmyndina vom aðeins tvö dæmi, ann-
að frá ísafírði, hitt úr Bolungarvík, og var þá átt við móhlaða og
hoydes.
í seðlasafni ÞÞ er aðeins heimild úr Suðursveit um beð í kálgarði.
því sem dregið hefur verið saman bendir flest til að notkun des í
þeim merkingum sem skoðaðar vom sé einkum sunnlensk.
Bmði í færeysku og hjaltlensku er til orðið des í merkingunni ‘hey-
stakkur’, í nýnorsku er desje notað um hlaðamyndaða dyngju og í