Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 158
156
Guðrún Kvaran
sjaldgæft í upphafi 20. aldar. Á seðil skrifaði hann: „Fyrrum riðu
margir út 15. sunnudag í sumri. Það var kölluð smalareið og dagurinn
smalareiðardagur.“ Þama var hann að lýsa venju í Suðursveit. Fátt
bendir til annars en að notkunin sé íyrst og fremst sunnlensk.
Orðið snœðingur notað um skafrenning merkir B1 bæði Suður- og
Austurlandi. í RM eru tvö dæmi um þá merkingu. Annað er úr orða-
bókarhandriti Hallgríms Scheving og skrifar hann við orðið „S.A.M.“
sem hjá honum merkir suðaustanmál, þ.e. af Suðausturlandi. Hitt dæm-
ið var úr Mýrdal. í safni ÞÞ er ekki seðill með þessu orði en í TM fund-
ust tvö dæmi, annað úr Gullbringusýslu en hitt úr Vestur-Skafta-
fellssýslu. Þótt dæmi séu fá benda þau þó til að orðið hafi fyrst og
ffemst þekkst um sunnan- og suðaustanvert landið. ÁBIM merkir orðið
„nísl.“ en á þá oft við vasabækumar eins og áður hefur verið bent á.
Um steilur (kvk. flt.) í merkingunni ‘skammrif em allmörg dæmi í
TM allt frá Rangárvallasýslu og austur í Austur-Skaftafellssýslu. Bl
hafði dæmi úr Homafirði og er það líklega úr vasabók BMÓ númer ii-
Jón Ólafsson úr Gmnnavík hefur orðið í orðabókarhandriti sínu (AM
433 fol.) og getur þess að framrifm á sauðarkrofinu heiti þærur fyrir
austan, steilur fyrir suðvestan en bœgir eða bógar fyrir norðan.
I RM em 14 heimildir um steilur og vísuðu allar, sem vom í íyrr-
greindri merkingu, til Suðaustur- og Suðurlands. Elsta heimild
Orðabókarinnar er úr orðasafni sem skrifað var af Einari Bjamasyni a
Síðu 1705 og Jón Helgason (1960:271-78) prentaði: „Steilur, þ-e-
Suijrenn og Skamrifmn i einu Sticke / af Saudar Krðfe“ (Jón Helga-
son 1960:277). Páll Vídalín segir svona frá (1849-1854:655):
Eg spurði enn, hvað þeir kölluðu sauðar-þærur eður ær-þæmr. Þeir undr-
uðust, er eg skildi ekki þetta, og sögðu mér svo báðir greinilega frá, að
þæmr héti skammrifm af sauðarkrofmu, með bógunum, sem slátmnar-
menn láta fylgja bríngukollinum, og suðaustur á landinu eru kallaðar
steilur, en norðanlands skammrif og bægir (þ.e. bógar).
Bjöm Halldórsson hafði orðið ekki sem flettu í orðabók sinni en 1
viðbótum við bókina segir (1992:458):