Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 159
„Rangvella sive Idiomata Rangvallensium “
157
Steylur kallaz sudur og avstur um alt land sama og vestfyrdingar kalla
skammrif á savdar falli. enn á Vestfiordum er nomen propr. eins kletta
hals sem nær langt frammur fialli Steylur. maskie i somu notione vocis.
í*Þ hefiir eftirfarandi eftir bróður sínum, Steinþóri: „bringukollur,
skammrifsbrækur og 8-10 fremstu liðir hryggjarins, alt samfast og
limað frá hinum hluta skrokksins.“ ÁBIM hefur flettumar steilur og
steylur en einnig staulur, allar í sömu merkingu, og telur að uppruna-
'ega sé um sama orð að ræða sem klofnað haft í tvær orðmyndir þar
Sem fom kringing ey hafi ýmist haldist eða týnst (1989:957).
Orðið stórviður um storm og rigningu merkir B1 Rangárvallasýslu og
hefur heimild sína hugsanlega ffá Jónasi. í viðbæti aftan við megin-
textann hefur hann einnig lýsingarorðið stórviðrasamur og segir
raerkinguna vera ‘med hyppige Uvejr’ (1920-1924:1050). Orðið er
ekki fletta í ÍO og engin dæmi fundust í TM. í RM em aðeins tvö
dæmi um þessa merkingu og benda þau bæði til Vestfjarða. Senni-
|egast er um að ræða framburðarmynd af stórveður ‘ofsaveður’ sem
10 nierkir staðbundið í notkuninni ‘mikil rigning’. Vegna dæmafæðar
er ekki unnt að segja til um dreifmgu orðsins stórviður.
^ögnin að stutla, notuð um að þjappa mold saman í vegg, helst með
kubbi, stutli, er merkt Rangárvallasýslu í Bl. Hún er ekki merkt stað-
hundin í ÍO og aðeins eitt dæmi fannst um sögnina í RM. Ljóst er að
sPurt hefur verið um hana í þættinum íslenskt mál árið 1973 og vom
aÞar heimildir af Suðurlandi. Góð lýsing er á verkhættinum frá Har-
aldi Matthíassyni, fyrmrn kennara á Laugarvatni, frá 4. mars 1973:
Sögnin að stutla er algeng eða var, meðan það verk tíðkaðist, þ.e. að
troða mold í vegg, en nefndist þó því aðeins svo, að moldin væri stutl-
uð, þ.e. troðin með stutli, en það var stutt gild spýta; oft þó notað
hamarsskaft og haldið um hausinn. Þegar lokið var að leggja grjótlagið,
var mokað upp í og moldin síðan stutluð með spýtu.
Elsta dæmið í TM er frá 1950 frá Áma Böðvarssyni, ritstjóra ÍO, sem
^egir að sambandið að stutla í vegg sé daglegt mál í Rangárvallasýslu.
egar verknaðurinn varð sjaldgæfari við breytta húsagerð og minni