Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 160
158
Guðrún Kvaran
þörf var fyrir sögnina við verknaðinn að þjappa mold milli steina í
vegg virðist hún hafa flust yfír á steypugerð, þ.e. að laga steypu í
mótum.
ÁBIM hefur dæmi um sögnina og nafnorðið frá 19. öld og sækir
það hugsanlega til BMÓ. Hann telur að stutull sé líklega hljóðskipta-
mynd við stautull í sömu merkingu fremur en hljóðgrenning úr því
orði (1983:980).
Lýsingarorðið vansvefta er í B1 merkt Rangárvalla- og Múlasýslum.
Merkingin er sögð ‘udmattet af Sövnmangel’ sem er hin almenna
merking orðsins. Merking sú sem er gefín í lista Jónasar, ‘úrvinda af
svefni’ verður því að teljast misritun fyrir ‘úrvinda af svefnleysi’. Lýs-
ingarorðið er ekki talið staðbundið í ÍO. í RM eru aðeins tólf dæmi,
fjögur þeirra úr bókum eða þýðingum Halldórs Laxness, og af þeim
dæmum er ekki unnt að ráða hvort um staðbundna notkun sé að ræða.
í TM eru fimm dæmi um vansvefta af Suður- og Vesturlandi en engin
úr öðrum landshlutum þótt spurt hafi verið um orðið árið 1967. Ur
Austur-Skaftafellssýslu og af Djúpavogi bárust þá heimildir um að þar
væri ávallt sagt vansvifta.
Lýsingarorðið vellóttur er merkt Suðurlandi hjá B1 og er merkingin
sögð vera ‘rodladen, gulbrun (om Uldfarve hos Faar, is. i ansigtet)
(1920-1924:924). Merkingin hjá Jónasi var ‘vellótt kallast það fé, sem
er kolótt eða krímótt í framan’ en kolótt fé er yfírleitt hvítt með
skollitaðan haus og bímótt fé er með dökkan haus með svörtum flekkj-
um. í RM em tólf dæmi og em sjö þess eðlis að erfítt er að staðsetja
heimildina. Fimm dæmanna benda til Suðurlands. í grein í Náttúru-
fræðingnum (1944:76) er t.d. verið að lýsa lit á sauðfé. Þar stendur:
Gult. Þá er féð hvítt á ull að mestu eða öllu leyti, stundum em gulleit eða
rauðleit hár í ullinni, einkum á hálsi. Haus og fætur og einkum hnakki,
er gult eða vellótt, eins og sagt er í Skaftafellssýslum, eða írautt í Múla-
sýslum.
Á ámnum 1959-1960 var spurt um orðið í þættinum íslenskt mál og
fengust sjö heimildir. Þeir sem þekktu orðið vel nefndu flestir gulat>