Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 161
„Rangvella sive Idiomata Rangvallensium “
159
lit í andliti fjár og bárust svör frá Ámessýslu og austur í Vestur-
Skaftafellssýslu. Heimildarmaður úr Mýrdal gat þess að þótt um væri
að ræða gulan lit væri þó litarmunur og því talað um gulvellótt, rauð-
vellótt, Ijósvellótt, dökkvellótt og kolvellótt. Tveir heimildannenn á
Héraði og af Fáskrúðsfírði þekktu orðið ekki um lit á fé.
I safni ÞÞ em Qórir seðlar með þessu orði. Eftir Steinþóri, bróður
sínum í Suðursveit, hefur hann að vellóttur merki sama og dröfnóttur.
Af Síðu hefur hann heimild um að liturinn sé írauður, úr Vestur-
Skaftafellssýslu að hann sé gulur og af Snæfellsnesi að hann sé
gulleitur og er það eina dæmi Orðabókarinnar utan Suðurlands.
ÁBIM hefur dæmi frá 19. öld um vellóttur og telur að það tengist
líklega nafnorðinu velli í merkingunni ‘vellidrafli, rauðseyddur drafli’
(1989:1119).
Orðið vírivióur gefur Jónas í merkingunni ‘víðir’. B1 merkirþað Rangár-
yalla- og Vestur-Skaftafellsýslum og segir að um gulvíði sé að ræða
(1920-1924:950). Það orð hafði BMÓ skrifað inn í lista Jónasar til
skýringar. í ÍO er orðið merkt staðbundið í merkingunni ‘gulvíðir’ en
Heiri heimildir hef ég ekki fundið. Þar til annað kemur í ljós verður að
telja notkunina sunnlenska.
Vlð nafnorðið þerrir skrifaði Jónas þessa skýringu: „aldrei þurkr og í
'alshættinum: Þar er kominn þerrinn, góðr er þerrinn, enn aldrei þerrir-
mn enn þó þerrir“. B1 merkir orðið Skaftafellssýslum og Vestfjörðum
en 10 telur það ekki staðbundið. í RM em 26 heimildir, hinar elstu frá
V)' öld, og þótt rekja megi margar þeirra til Suður- og Vesturlands eru
ö^min ekki nógu óyggjandi til að hægt sé að draga af þeim ályktun
Urtl staðbundna notkun. Hallgrímur Scheving nefnir t.d. aðeins að
framburðarmyndin þerir sé mál Rangvellinga en í eldra dæmi bendir
^asmus Rask á sama framburð í Skaftafellssýslum (sjá Guðrúnu
Kvaran 2000:207 og 2006:121).
Svo virðist af athugasemd Jónasar sem veika karlmynsmyndin
‘>erri hafi tíðkast í Rangárvallasýslu en hana nefnir B1 ekki, hvorki í
rnegintexta né í viðbæti. Hún er hins vegar merkt staðbundin í ÍO.
ÁBlM nefnir hana ekki en í RM er eitt dæmi úr Fjölni (II 2, 40);