Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 169
Ritdómar
Bima Ambjömsdóttir. 2006. North American Icelandic: the life of a language.
University of Manitoba Press, Winnipeg. 165 bls.
1. Inngangur
Nýleg bók Bimu Ambjömsdóttur (BA) fjallar um mál íslendinga sem fluttust vestur
um haf í lok nitjándu aldar og upphafi þeirrar tuttugustu og afkomenda þeirra í
Kanada og Bandaríkjunum. Þar er sagt frá því samfélagi sem þar varð til og hvemig
nýjar aðstæður mótuðu mál og málnotkun íbúanna. Gerð er grein fyrir helstu einkenn-
um vesturíslensku' og þróun málsins sem sérstaks afbrigðis af íslensku, að mestu leyti
án beinna tengsla við ísland. Undirtitill bókarinnar, „the life of a language" (líf- eða
jafnvel ævi - tungumáls), gefúr til kynna að hún spannar bæði upphaf og endi þessa
rnálafbrigðis, þ.e.a.s. frá tímum vesturferðanna og fram á níunda áratug 20. aldar þeg-
ar þeir sem tala vesturíslensku em orðnir fáir og flestir talsvert fúllorðnir auk þess sem
þeir nota hana sjaldan og við mjög þröngar aðstæður.
Bókin byggist að verulegu leyti á doktorsritgerð höfúndar um flámæli í vestur-
'slensku (Bima Ambjömsdóttir 1990)2 og þeim rannsóknargögnum sem safnað var
fyrir hana árið 1986. í bókinni er þó fjallað um talsvert víðara svið en gert var í rit-
gerðinni enda er tilgangur hennar að gefa lesendum innsýn í einkenni og þróun vestur-
íslensku almennt að svo miklu leyti sem heimildir leyfa (sbr. inngang höfundar, bls.
4). Bókin er skrifúð á ensku og gefin út í Kanada þannig að henni er ekki síst beint til
enskumælandi lesenda þótt íslenskir málfræðingar og annað áhugafólk um vestur-
íslensku hér á landi fái um leið kærkomið og aðgengilegt yfirlit yfir þetta afbrigði ís-
lensks máls.
í bókinni er lýst vesturíslensku samfélagi og bakgmnni þess á íslandi. Síðan er
fjallað ítarlega um mngumálið og einkenni þess. Gerð er grein fyrir þróun orðaforðans
°g ýmsum þáttum málkerfisins. Þar em dregin fram margvísleg atriði sem snerta
bcygingu, setningagerð og framburð og em forvitnileg, bæði m.t.t. til þróunar vestur-
1 í bókinni er mál íslenskra innflytjenda í Kanada og Bandaríkjunum nefnt „North American
English“ (stytt „na Icelandic") eða norður-amerísk íslenska. í inngangi er skýrt hvers vegna
Þetta heiti er valið á ensku, ífemur en t.d. „Westem Icelandic“ sem höfundur telur að gæti valdið
®isskilningi hjá erlendum lesendum; hér verður aftur á móti fylgt íslenskri hefð og talað um
Vesturíslensku.
2 Bima hefúr m.a. fjallað um niðurstöður ritgerðarinnar i grein í þessu tímariti (Bima Am-
þjörnsdóttir 1987).
íslenskt mál 29 (2007), 167-188. © 2008 íslenska málfrceðifélagið, Reykjavík.