Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Side 170
168
Ritdómar
íslensku og til samanburðar við nútímaíslensku. Sum atriði sem þama er fjallað um
eiga sér hliðstæðu í íslensku á Islandi, önnur em sprottin af sambúðinni við ensku og
áhrifúm ífá henni og enn önnur virðist mega rekja til þess að tök málnotenda á
íslensku fari dvínandi með einföldun á málkerfmu, t.d. með tapi á reglum sem em
virkar í íslensku og hafa væntanlega verið það í vesturíslensku líka. Dæmi um sams
konar breytingar og sjá má í íslensku koma t.d. fram í fallmörkun á frumlagi með
ópersónulegum sögnum, einkum notkun þágufalls í stað þolfalls, t.d. henni langaði.
Áhrifa lfá ensku gætir ekki síst í orðaforðanum en einnig í orðaröð, t.d. í stöðu atviks-
orða (Doris stundum talar íslensku) og því að frumlagi og sögn er ekki umraðað þótt
annar liður standi á undan þeim (Stundum ég hugsa um það). Síðastnefndu dæmin
sýna um leið að reglan um að persónubeygða sögnin standi í öðm sæti í íslenskum
setningum er á undanhaldi í máli Vestur-Islendinga. Málkerfisleg einföldun birtist
líka í því að ekki verður alltaf w-hljóðvarp þar sem búast má við því (kalluðu, taluðu)
og í veikri beygingu sterkra eða óreglulegra sagna (hlaðaði, hlaupuðu, róaði (fyrir
reri) o.fl.). Loks em sýnd dæmi um einstök beygingar- og framburðarafbrigði sem
hafa varðveist í vesturíslensku þótt þau hafi að mestu eða öllu leyti vikið fyrir öðrum
afbrigðum í íslensku, m.a. fyrir áhrif frá opinberri stöðlun tungumálsins á 20. öld. Þar
má nefna miðmynd sagna með endingunni -ustum í 1. persónu fleirtölu og afkring-
ingu á ö (exum, ket). í mörgum tilvikum getur þó verið erfitt að greina og túlka dæmin
því oft kemur fleiri en eitt atriði við sögu og það gerir líka samanburð við íslensku
erfiðari. Merking og notkun sumra ópersónulegra sagna ber t.d. merki um áhrif frá
samsvarandi enskum sögnum og það kann svo aftur að hafa áhrif á fallmörkun frum-
lagsins. Þannig eru ýmis dæmi um það að sagnimar vanta og sýnast séu notaðar pers-
ónulega, þ.e.a.s. með frumlagi í nefnifalli og persónubeygingu sagnarinnar. Slík dæmi
koma varla fyrir í íslensku en þar má líka greina áhrif frá notkun ensku sagnanna want
og seem:
(l)a. Ég myndi ekki vanta að vera... (sbr. I would not want to be... (bls. 94))
b. .. .þetta sýndist allt öðru vísi (sbr. .. .it seemed totally different (bls. 95))
Bókinni lýkur á ítarlegri umfjöllun um flámæli í vesturíslensku þar sem byggt er a
rannsókn BA á útbreiðslu þess og einkennum.
Hér á eftir verður sagt nánar frá einstökum efnisþáttum sem fjallað er um í bók-
inni. Fyrst er rætt um mál og samfélag (1. og 2. kafli bókarinnar), þá orðaforðann (3-
kafli), síðan ýmis beygingarleg atriði (einkum í 5. kafla), svo setningafræðileg ein-
kenni (5. kafli) og loks framburð þar sem umfjöllun um flámæli er fyrirferðarmest (5-,
6. og 7. kafli). Að því búnu er fjallað almennt um samanburð vesturíslensku og 1S'
lensku á Islandi, síðan um ýmis almenn atriði sem varða efnisskipan, efnistök og
framsetningu og loks er stutt samantekt.
2. Mál og samfélag
Fyrstu tveir kaflar bókarinnar fjalla um tilurð, einkenni og þróun vesturíslensks sam-
félags, einkum í Nýja-íslandi í Kanada, og um hlutverk og stöðu tungumálsins innan