Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 178
176
Ritdómar
hennar er sú að enda þótt sémöfn séu almennt ekki beygð í vesturíslensku hafi sama
þróun ekki átt sér stað í fallorðum almennt: „In the na Icelandic data, there was some
confusion in terms of case assignment, or at least overt marking of case, although this
did not seem regular or consistent upon preliminary analysis" (bls. 99).
5. Setningagerð
5.1 Orðaröð o.fl.
Setningafræðilegar breytingar em að sögn BA ekki áberandi í vesturíslensku. Hún
nefnir þó sem dæmi vaxandi notkun forsetningarliða í stað andlags í aukafalli (gefa
e-ð til e-rs o.fl.), notkun sagnarinnar gera sem hjálparsagnar, tilhneigingu til að láta
(setningar)atviksorð standa á undan sögninni eins og í ensku fremur en á eftir henni
eins og almennt tíðkast í íslensku og að tala sagnarinnar samræmist oft ekki (frestaða)
frumlaginu í setningum sem hefjast áþað er... ffekar en í sambandinu it is... í ensku.
Birt em ýmis dæmi um umræddar breytingar en þótt þau sýni annars konar setninga-
gerð en tíðkast í íslensku — og hefur væntanlega gert í vesturíslensku í upphafi — er
greiningin á einkennum þeirra ekki alltaf nákvæm. Þannig segir t.d.: „[sjomctimes
English constmctions such as do-support are transferred to Icelandic" (bls. 109) og er
þá íslenska sögnin gera notuð eins og do. Birt em tvö dæmi þessu til stuðnings en þar
er gera alls ekki hjálparsögn heldur staðgengill annarrar sagnar: hún vildi ekki really
tala við hana, en hún gerði ‘she didn’t really want to talk to her but she did’. Þessi
notkun sagnarinnar er algeng í íslensku en það sem greinir vesturíslensku setningam-
ar frá samsvarandi setningum í íslensku nútímamáli er að þar verður andlagið eða
staðgengill þess að fylgja sögninni (t.d. Jón fékk sér kaffi og ég gerði það líka) en
það vantar í dæmunum og sögnin stendur ein líkt og do getur gert í ensku. Hins vegar
birtist raunvemlegt „do-support“ með neituninni í enskri þýðingu dæmisins en það
kemur ekki fram í vesturíslensku. BA vekur athygli á að röð fmmlags og sagnar breyt-
ist ekki þótt setningar hefjist á atviksorði. Þetta einskorðast þó ekki við slíkar setning-
ar og reglan um að persónubeygða sögnin sé í öðm sæti setninga virðist vera á undan-
haldi í vesturíslensku. í setningunni Ef ég hafði fólkþar sem er skylt okkur, ég mundi
kannski fara (dæmi 64 á bls. 110) er það t.d. orðaröðin á eftir skilyrðissetningunni
sem greinir hana frá nútímaíslensku, ekki staða atviksorðsins eins og BA gerir ráð
fyrir. Þau setningarlegu einkenni sem rakin em benda til þess að breytingar (eða til-
hneigingar til breytinga) í vesturíslenskri setningagerð megi einkum rekja til áhrifa fta
ensku þótt sumar þeirra mætti líka líta á sem einfoldun í málkerfmu, t.d. skort á sarn-
beygingu, tilhneigingu til að alhæfa nefnifall sem fmmlagsfall og tap eða veiklun
reglunnar um umröðun fmmlags og sagnar ef setning hefst á öðm en fmmlaginu.
5.2 Ópersónulegar sagnir
Vestur-íslenska er forvitnileg m.t.t. breytinga sem tengjast ópersónulegum sögnurn-
Fall frumlagsins með slíkum sögnum hefur verið að breytast í íslensku, ýmist ur
þolfalli í nefnifall — og þá verður sögnin um leið persónuleg (t.d. báturinn rak. ■ •)