Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 180
178
Ritdómar
of English ‘want’ and relexified into the personal verb vanta in na Icelandic" (bls.
94). Dæmi með vanta segja þó ekki sömu sögu því hún er sýnd með frumlagi í þágu-
falli (bls. 92-93), nefnifalli (bls. 94-95) og þolfalli (bls. 95). Reyndar eru margar
íslenskar sagnir ýmist notaðar persónulega eða ópersónulega en þá er merkingin yfir-
leitt mismunandi og setningarsamhengið sömuleiðis (Ég minni á... en Mig minnir
að..., Hún tekst á við... en Henni tekst ekki að... o.s.frv.). Það virðist þó ekki eiga við
um persónulega og ópersónulega notkun vanta í vesturíslensku ef marka má þau
dæmi sem birt eru í bókinni, t.d.:
(2)a. svo vantaði henni (þgf.) náttúrulega að vita hvað það væri (‘vilja, langa’; bls. 92)
b. mig (þf.) vantaði svo mikið að baka vínartertu (‘langa’; bls. 95)
c. maður gerði það sem maður (nf.) vantaði (‘vilja, langa’; bls. 94)
Vel má vera að merkingaráhrif frá ensku stuðli að persónulegri notkun sagnarinnar í
vesturíslensku en ekki þó þannig að bein tengsl séu á milli merkingarvíkkunarinnar
og þess hvenær hún er notuð persónulega og dæmin benda ekki til þess að hún hafi
verið endurtúlkuð (relexified) sem persónuleg sögn.
Ólíkar aðferðir gera samanburð milli rannsókna á þágufallshneigð í nútíma-
íslensku og vesturíslensku erfiðan. Islensku rannsóknimar hafa flestar falist í e.k.
prófum og sýna því hvaða fall þátttakendur velja í tilteknu samhengi ffemur en raun-
verulega málnotkun og þær hafa gefið tölulegar niðurstöður um notkun ólíkra falla
með einstökum sögnum. Þannig hefur m.a. verið hægt að meta mun á fallnotkun með
mismunandi sögnum, mun á milli þátttakenda í rannsóknunum og mun á milli rann-
sókna sem gerðar vom með 20 ára millibili. BA sækir aftur á móti sin dæmi til viðtala
við vesturíslenska málnotendur og reynslan sýnir að í slíkum efnivið em yfirleitt mjög
fá dæmi um ópersónulegar sagnir því þær em margar hverjar (frekar) sjaldgæfar í
daglegu tali. Það gæti t.d. skýrt það að margar þeirra sagna sem athugaðar hafa verið
í islensku koma ekki við sögu í umfjölluninni, t.d. sagnimar minna eða gruna (með
þf.), batna eða takast (með þgf.) svo bara séu nefnd dæmi um tiltölulega algengar
ópersónulegar sagnir. Hins vegar hefði verið forvitnilegt að fá upplýsingar um hlut-
fallslega tíðni mismunandi frumlagsfalla með þeim sögnum sem koma fyrir í gögn-
unum, jafnvel þótt fjöldi dæma sé takmarkaður, þannig að betur mætti átta sig á þvi
hvort þágufallshneigð sé meira áberandi í vesturíslensku en í islensku nútímamáli eða
hvort hún sé svipuð. í bókinni em t.d. bara sýnd dæmi um þágufallsfrumlag með
sögninni langa en ekki kemur fram hvort það sé ríkjandi málnotkun, hvort líka seu
dæmi um þolfall og jafnvel nefnifall með þeirri sögn og ef svo erhvaða fall er algeng-
ast. Og þótt dæmi séu sýnd um mismunandi frumlagsfall með vanta þá em engar
beinar upplýsingar um hlutfallslega tíðni hvers falls fyrir sig.
6. Framburður
6.1 Ymis framburðareinkenni
Samkvæmt BA er flámæli helsta sérkenni vesturíslensks framburðar (sjá 6.2 hér a
eftir) en hún rekur einnig önnur atriði sem einkenna hann. Hún telur að nokkur mál'