Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 182

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 182
180 Ritdómar færsluna hefði gjaman mátt endurtaka hér. í bókinni er gerð grein fyrir útbreiðslu og síðan hvarfí flámælis á íslandi samkvæmt síðari tíma rannsóknum og vikið að félags- legri útbreiðslu þess. Rannsóknir Bjöms Guðfinnssonar beindust einungis að land- fræðilegri útbreiðslu, ekki að tengslum þess við félagslega þætti (starf, menntun, kyn o.s.frv.) enda vom félagsmálffæðilegar rannsóknir ekki komnar til sögunnar í hans tíð. Eigi að síður er ljóst af ummælum um flámælisframburð að hann þótti ófínn og óæskilegur og unnið var skipulega að útrýmingu hans með tilstyrk opinberra aðila, t.d. í skólum. BA bendir líka á þá athyglisverðu staðreynd að þéttbýlismyndun hafí verið talsverð á flámælissvæðunum — þar hafí verið útgerðarstaðir sem drógu til sín fólk, a.m.k. á vertíðum (þótt það eigi tæplega við um Norðvesturland) — en ffarn eftir 20. öld þótti þéttbýli vera gróðrarstía fyrir óæskilega hegðun og spillingu af ýmsu tagi og það kynni að hafa stuðlað að neikvæðu viðhorfi til flámælis. Þótt Bjöm og sam- verkamenn hans hafí ekki sjálfir kannað félagslega þætti þá vitnar BA til óútgefinna rannsókna Gísla Pálssonar á gögnum hans sem benda til þess að tengsl hafi verið á milli efnahagslegrar stöðu og flámælisframburðar um 1940 og til niðurstaðna Þór- unnar Blöndal í BA-ritgerð hennar frá 1985 sem benda til fylgni milli þjóðfélagsstöðu og flámælis hjá bömum í RÍN-gögnunum. í vesturíslensku breiddist flámælisfram- burður út. Þótt Vestur-íslendingar þekki til viðhorfs fólks til flámælis á íslandi virð- ist það ekki vera yfirfært á vesturíslensku á sama hátt. BA rekur það m.a. til stöðu málsins í samfélaginu. Málhafar em allir tvítyngdir og vesturíslenska er fyrst og ffemst heimilismál, notað í þröngum hópi fjölskyldu, vina og nágranna, og hún hefur lítil áhrif á félagsstöðu fólks og framgang þess í samfélaginu. Félagslegur þrýstingur, sem oft vinnur gegn tiltekinni málnotkun, t.d. málafbrigðum eins og flámæli sem talin eru óæskileg eða ófín, er því takmarkaður en auk þess kann flámæli að hafa fengið sér- staka stöðu sem sameiningartákn meðal Vestur-íslendinga því það er sérkenni sem greinir þeirra íslensku frá íslensku eins og hún er töluð á Islandi. Talsvert er fjallað um eðli breytingarinnar, einkum það hvort hún leiðir til algjörs samfalls hljóða (þ.e.a.s. paranna i og e, u og ö) og þar með fækkunar hljóðkerfislegra eininga eða hvort samfallið sé einungis hljóðfræðilegt yfirborðsfyrirbæri (apparent vowel mergers) — e.k. ruglingur sem felur þó ekki í sér að málnotendur hætti alveg að gera greinarmun á orðum eins og skyr og sker,flugur ogflögur. Mikilvægt atriði i þessu sambandi er að breyting sem felur í sér raunverulegt samfall hljóða er óaftur- kræf— hún getur ekki gengið til baka og ekki er hægt að snúa henni við eftir að hún er um garð gengin. BA skoðar flámæli, eðli þess og þróun, frá þessu sjónarhorni og vísar til rannsókna ýmissa fræðimanna sem hafa athugað sérhljóðasamfall í enskum mállýskum. Hún staldrar einkum við muninn á lækkun hljóðanna [i] og [y] annars vegar og hækkun hljóðanna [e] og [œ] hins vegar og bendir á að hljóðkerfislegar afleiðingar breytinganna séu mismiklar eftir hljóðum, það sé í raun einungis lækkun á /'-hljóðinu sem útrými aðgreinandi þætti í hljóðkerfinu („tense/lax“ sem greinir [i] frá [i]). Einnig vísar hún til mismikillar útbreiðslu og tíðni breytingarinnar eftir hljóðum og bendir á að lækkun nálægu hljóðanna hafi bæði verið talsvert útbreiddan og algengari í íslensku en breytingin á miðmæltu hljóðunum samkvæmt niðurstöðum rannsókna. Loks bendir hún á að merki um hækkun miðmæltu hljóðanna hafi komið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.