Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Side 183
Ritdómar
181
fram í nútímamáli jafnvel þótt algengasta gerð flámælis, þ.e.a.s. á i og u, sé nánast
horfm og að hljóðfræðirannsóknir Söru Games frá 1976 hafi sýnt tilhneigingu til
tvíhljóðunar á löngum miðmæltum sérhljóðum, þ.á m. e og ö, sem leiði til hækkunar
í upphafí þeirra, en hins vegar hafi ekki gætt sömu tilhneigingar í nálægu hljóðunum
' og u. Tilgáta hennar er því sú að þama sé um tvær aðgreindar breytingar að ræða
jafnvel þótt þær hafí almennt verið settar undir sama hatt og kenndar við flámæli.
Rannsóknir á flámæli í íslensku hafa sýnt að það var mun útbreiddara í löngum
en í stuttum hljóðum og BA gerir því nokkra grein fyrir reglum um sérhljóðalengd í
íslensku. Flest er þar skilmerkilega rakið en þó er tæplega gerður nógu skýr greinar-
munur á hljóðkerfislegri lengd annars vegar og hljóðfræðilegri lengd eða (mælan-
legri) raunlengd hljóðanna hins vegar. Þannig er ekki greint á milli lengdar í áherslu-
lausum atkvæðum þar sem lengd hljóða er ekki aðgreinandi þáttur þótt þau séu að
jafnaði (hljóðfræðilega) stutt og hljóðalengdar í áhersluatkvæðum, t.d. bendir BA á að
áherslulaus sérhljóð geti lengst við andstæðuáherslu, t.d. áherslulausa sérhljóðið i í
mannimum, og gerir í framhaldi af því ráð fyrir að sérhljóðið í orðum eins og synd
geti lengst á sama hátt ef þau fá sérstaka (andstæðu)áherslu. Á þessu er þó nokkur
munur. Með andstæðuáherslu er hægt að gera greinarmun á áherslulausum atkvæðum
sem annars falla saman í framburði, t.d. himna:na (þf.) og himnansa (ef.), þar sem
(aukin) lengd fellur ýmist á sérhljóðið eða samhljóðið. Öðru máli gegnir um áherslu-
sérhljóð sem eru hljóðkerfíslega stutt því jafnvel þótt raunlengd þeirra kunni að aukast
við andstæðuáherslu eru þau væntanlega eftir sem áður stutt í hlutfalli við eftirfarandi
samhljóð. Þetta skiptir kannski ekki máli ef flámæli er fyrst og fremst hljóðfræðileg
breyting því þá er það væntanlega raunlengd hljóðanna sem stuðlar að breytingunni
en ffamsetningin hefði eigi að síður mátt vera skýrari að þessu leyti. Lítillega er einnig
vikið að áhrifum ffá enska miðmælta hljóðinu [a] á framburð íslenska w-hljóðsins,
einkum í nöfnum eins og Gunnar og Hulda, sem gætu hafa ýtt undir flámælisfram-
burð á u. Hljóðin [œ] og [A] hafa svipaðan myndunarstað þótt enska hljóðið sé ókringt
en það íslenska kringt, og í tökuorðum er enska hljóðið t.d. yfirleitt endurtúlkað sem
[œ] (sbr. höss og trökk í vesturíslensku (bls. 63) og pöbb, töffi íslensku nútímamáli).
í sjöunda og síðasta kafla bókarinnar birtir BA niðurstöður sínar um útbreiðslu
flámælis í vesturíslensku. Hún athugaði bæði mállegar og málfélagslegar breytur í
•engslum við flámælisffamburð. Málbreytumar vom lengd sérhljóðsins, undanfarandi
hljóð (ekkert, samhljóð eða sérhljóð) og eftirfarandi hljóð (ekkert, raddað samhljóð,
oraddað samhljóð eða sérhljóð — síðasttalda umhverfið kom þó ekki fýrir í gögnun-
uni) og málfélagslegu breytumar vom uppruni, kyn og aldur málhafa. Eins og áður
sagði vom þátttakendumir frá Norður-Dakóta í Bandaríkjunum og Nýja-íslandi í
Kanada og þeim var skipt í þrjá aldurshópa (undir 50, 50-70 og yfir 70). Meginniður-
staðan er sú að flámæli kemur mjög sjaldan fyrir í stuttum hljóðum — í aðeins 3%
tilvika á móti 28% í löngum hljóðum — þannig að jafnvel þótt flámæli hafi breiðst út
1 vesturíslensku hefur það ekki náð til stuttu hljóðanna að heitið geti fremur en í
'slensku, þvert á þá þróun sem t.d. Bjöm Guðfinnsson taldi líklega. Að öðm leyti
hafði hljóðumhverfi ekki áhrif á flámæli samkvæmt niðurstöðum BA öfugt við niður-
stöður úr fýiTnefhdri ritgerð Þómnnar Blöndal sem sýndu merki um áhrif eftirfarandi