Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 185
Ritdómar
183
nálægu og miðmæltu hljóðin verða líkari hvert öðru). Fyrri breytingin er talsvert
útbreiddari í vesturíslensku og hún var það líka á íslandi á meðan flámæli var útbreitt
þar. Rannsóknir á íslensku benda líka til þess að síðari breytingin kunni að vera líf-
seigari. BA bendir á að það mæli hins vegar gegn því að um sé að ræða tvær að-
greindar breytingar sem leiði a.n.l. til sömu niðurstöðu að lækkun á i og u og hækkun
á e og ö virðast að flestu leyti skilyrtar af sömu mál- og málfélagslegu breytum í
vesturíslensku.
7. Samanburður við íslensku
Eðlilegt er að skoða vesturíslensku og þróun hennar í ljósi íslensku eins og hún var
og er töluð á íslandi. Mál vesturfaranna hefur verið 19. aldar íslenska eins og hún var
töluð af alþýðufólki til sveita, einkum á norðan- og austanverðu landinu, og til þess
máls á vesturíslenska rætur að rekja. Á tímum vesturferðanna hefur nútíminn ekki
verið farinn að setja verulegt mark á orðaforðann og eins og rakið er í bókinni varð
það m.a. til þess að nýjungar sem vesturfaramir og afkomendur þeirra komust í kynni
við, þ.á m. ýmis hugtök tengd vélvæðingu og tækniframforum, tóku svip af sambúð-
inni við ensku og þáðu heiti þaðan. Á sama tíma urðu margháttaðar breytingar á
islensku samfélagi heima fyrir og þær höfðu sömuleiðis áhrif á orðaforðann en ekki
alltaf á sama hátt og í vesturíslensku. Málafbrigðin þróuðust því sumpart í ólíkar áttir
°g það gerir samanburð þeirra forvitnilegan. Grundvöllurinn er sá sami — íslenskt
mál á 19. öld — en ytri aðstæður sem mótuðu mál og málnotkun afar ólíkar.
Ýmislegt er þó að varast við þann samanburði. Minna er vitað um íslenskt mál á
19. öld en æskilegt væri, ekki síst daglegt mál, bæði vegna þess að heimildir eru tak-
tnarkaðar og vegna þess að það hefiir lítið verið rannsakað. Oft þarf því að styðjast
við heimildir um yngra mál og draga ályktanir af þeim ásamt því litla sem vitað er um
forsögu þeirra máleinkenna sem um ræðir. Þetta á t.d. við um sum þeirra atriða sem
fjallað er um í bókinni, t.d. flámæli og frumlagsfall með ópersónulegum sögnum, eins
°g skýrt kemur fram hjá BA. Annars staðar virðist hún aftur á móti aðallega taka mið
af íslensku nútímamáli til að skýra einkenni í vesturíslensku, einkum í kaflanum um
orðaforða. Svo er að sjá sem þar styðjist hún fyrst og fremst við eigin málkennd við
greiningu og flokkun orða, t.d. er ekki vísað í neinar íslenskar orðabækur. í kaflanum
er einnig vikið að vaxandi áhrifum ensku á nútímaíslensku sem hafi m.a. leitt til þess
að á síðustu áratugum hafi munur málbrigðanna minnkað frá því sem áður var. BA
Segir þetta hafa kallað á endurskoðun á greiningu gagnanna og umfjöllun um þau en
ekki verður séð hvers vegna ensk áhrif á íslensku á síðustu árum ættu að breyta
ookkru um greiningu og mat á efniviði sem safnað var í Vesturheimi 1986 eða fyrr.
Eetta er t.d. nefnt í tengslum við orðalagið Hvurnig er ég að gera? ‘Hvemig gengur
tt^r?’ (sbr. How am I doing?) og vísað til þess að notkun setningagerðarinnar vera að
+ rth. í íslensku hafi aukist og breyst á síðustu ámm (sbr. bls. 58 og 70) þótt óvíst sé
að sú breyting eigi rætur í ensku. Einnig er vikið að þörf á endurskoðun í sambandi
v'ð tökuorð úr ensku en jafnvel þótt sama enska orðið hafi verið fengið að láni í
Vesturíslensku og í íslensku nútímamáli er ólíklegt að samband sé þar á milli. í slík-