Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 188
186
Ritdömar
verra að hugtakanotkun er sums staðar ónákvæm eða jafnvel röng. Sem dæmi má
nefna að talað er um ensk áhrif sem „substratum influences“ (bls. 48, 59) en í
sambandi ensku og vesturíslensku hlýtur enska að vera superstratum (sbr. t.d. Crystal
1980) — auk þess sem ekki er geftn skýring á hugtakinu — og í greiningu setningar-
innar .. .þykir honum gaman að þessu, hann Bessason er talað um liðinn sem hér er
feitletraður sem „the subject of the subordinate clause" (bls. 93) þótt þama sé aug-
ljóslega engin aukasetning og liðurinn fremur e.k. viðurlag (apposition). Hugtakið
„nýtt þágufall" er notað í tengslum við greiningu orðmynda eins og (teskeið af)
lyftiduft, (kynt með) við neðanmáls segir: „also found in modem Icelandic and
referred to as the new dative“ (bls. 101). Fyrirbærið er ekki skýrt nánar og óljóst hvað
átt er við en ekki er heldur vísað í heimildir eða sýnd dæmi um það í íslensku.
Ýmiss konar ónákvæmni gætir í fleiri atriðum. Hljóðritun er oft ónákvæm og ekki
sjálfri sér samkvæm, t.d. virðist nokkuð undir hælinn lagt hvort og hvemig lengdar-
merki er notað — í loggi er lokhljóðið táknað [k:y] en í trakkir [(h)ky:] og sums staðar
er hljóðritað langt áherslusérhljóð á undan einu samhljóði eins og búast mætti við (t.d.
í greid, kar, tím) en annars staðar ekki (t.d. ekki í kót, skar, stír; sjá bls. 63). Ritháttur
beinna tökuorða og blendingsorða er lagaður að íslensku og hann hlýtur að eiga að
endurspegla framburð þeirra í vesturíslensku, t.d. er ritað tánsjip í orðalista (bls. 63)
þótt sama orð sé ritað township í dæmi úr ritmáli (bls. 61). Hins vegar er víða misrænu
á milli ritháttar orða og hljóðritunar þeirra. Orð með a(i) [ei] í ensku (basement,
waiter o.fl.) em t.d. stafsett með ei í íslensku (beisment, veiter) og orð með o(a) þu]
í ensku (t.d. phone, roast) era stafsett með ó (fón, rósta) sem bendir til þess að þau
séu borin fram með tvíhljóði en eigi að síður er áherslusérhljóðið hljóðritað sem
einhljóð, [e] og [o], og það er því erfitt að átta sig á raunverulegum ffamburði þeirra.
í hljóðritun er notast við venjulega bókstafi og hvergi er að finna á einum stað
skýringar á þeim hljóðritunartáknum sem notuð eru í bókinni. Táknin virka oft
klunnaleg, t.d. [E] og [I], og stundum er hljóðritunin beinlínis villandi, t.d. eru fra-
blásin hljóð táknuð eins og um tvö hljóð sé að ræða (t.d. [ph] í stað [ph]) og það sama
á við um framgómmælt lokhljóð sem era táknuð með [k(h)y] en ekki [c(h)] eins og
venja er. Þá era flámælisafbrigði hljóða táknuð með skáletran (t.d. [£]). Vandséð er
hvers vegna iPA-hljóðritun var ekki notuð í bókinni og í mörgum tilvikum hefði jafn-
vel mátt sleppa hljóðritun.
Loks má nefna að ensk þýðing íslenskra orða er stundum ónákvæm og jafnvel
villandi í því samhengi sem um er rætt, t.d. í umfjöllun um ópersónulega notkun sagna
sem ofl er bundin við tiltekna merkingu. Þannig er þykja þýdd ‘seem to be/believe to
be’ þótt einungis síðari merkingin eigi við í ópersónulegum setningum (sbr. Mérþy^11'
bókin leiðinleg en Hallmundur þykir frekar heimskur) og í meginmáli er talað um
sögnina finna ‘perceive/feel’ þótt einungis finnast sé notuð ópersónulega enda birtist
sú mynd í eftirfarandi dæmi og er þýdd ‘think’ eins og eðlilegt er (bls. 89-90).
í bókinni er vísað til íslenskra höfúnda með fúllu nafni eins og tíðkast í íslensk-
um ritum en í heimildaskrá er þeim hins vegar raðað eftir eftimafni. Þetta veldm
ósamræmi milli heimildatilvísunar og heimildaskrár auk þess sem gera hefði máú
grein fyrir röðun heimilda í skránni m.t.t. séríslenskra bókstafa, t.d. kemur það vaent-