Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 189
Ritdómar
187
anlega íslenskum lesendum á óvart að þ- skuli standa næst á eftir 5. Þetta eru ffágangs-
atriði en verra er þegar heimildir sem vísað er til vantar í skrána eða upplýsingar um
þær eru ófullkomnar. Þannig er t.d. vitnað í óprentaða og ónefnda ritgerð eftir Eirík
Rögnvaldsson (bls. 94) og vísað á heimasíðu hans; slóðin er formlega gölluð og þar
með röng (www.eirikur@hi.is í stað www.hi.is/~eirikur/) og greinin er ekki í
heimildaskrá (að öllum líkindum er átt við ritgerðina „The Status of Morphological
Case in the Icelandic Lexicon“ frá 1994 sem fmna má á heimasíðu Eiríks). Einnig er
vitnað til greinar eftir Helga Guðmundsson frá 1977 (bls. 20) sem þó er ekki í heim-
ildaskrá og svo virðist sem tilvitnunin byggi ekki beint á grein Helga heldur e.k. end-
ursögn úr henni í grein eftir Gísla Pálsson frá 1989 sem vísað er til; sumt sem þama
kemur fram, s.s. það að mállýskujöfnun í fommáli hafi verið „prompted by the shift
of loyality to what they [þ.e.a.s. íslendingar] saw as an Icelandic language“ er alls
ekki ættað frá Helga en hins vegar er talað um „the overlooked importance of the
church and the clergy, who oversaw education“ (bls. 21) þótt áhrif presta og kirkju
séu einmitt meðal þeirra atriða sem Helgi tiltekur í sinni grein.
9. Samantekt
Hvað sem aðfinnslum líður er ástæða til að fagna útkomu bókarinnar. Gildi hennar
felst einkum í því að þar em dregnar saman á einum stað tiltækar upplýsingar um ein-
kenni og þróun vesturíslensks máls og samfélags sem hafa verið misaðgengilegar til
þessa. Þar er einnig að finna fjölda dæma um ýmsa þætti málsins þótt höfundur dragi
enga dul á að margt af því sem sýnd em dæmi um þarfnist nánari skoðunar og ítar-
legri rannsókna. Mikill fengur er líka að ítarlegri umfjöllun um flámæli í
vesturíslensku. Hún varpar ljósi á eitt af sérkennum vesturislensku en bætir jafhframt
alrnenna þekkingu og skilning á eðli og einkennum ffamburðarafbrigðis sem nánast
er horfið í nútímaíslensku.
HEIMILDIR
Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. tslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
Ásta Svavarsdóttir. 1982. „Þágufallssýki.“ Breytingar á fallnotkun í frumlagssæti ópersónulegra
setninga. íslenskt mál 4:19-62.
^inta Ambjömsdóttir. 1987. Flámæli í vesturíslensku. íslenskt mál 9:23^10.
^irna Ambjömsdóttir. 1990. The Linguistic and Social Context of Apparent Vowel Mergers in
North American Icelandic. Óútgefin doktorsritgerð. University of Texas at Austin.
Rjörn Guðftnnsson. 1946. Mállýzkur I. ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík.
Bjöm Guðfinnsson. 1964. Um islenzkan framburð. Mállýzkur II. Ólafúr M. Ólafsson og Óskar
Ó. Halldórsson unnu úr gögnum höfundar og bjuggu til prentunar. Studia Islandica 23.
Heimspekideild Háskóla íslands og Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík.
Crystal, David. 1980. A First Dictionary of Linguistics and Phonetics. Andre Deutch, London.
Finnur Friðriksson. 2004. Real vs. imagined change: the case of modem Icelandic. Britt-Louise
Gunnarsson o.fl. (ritstj.): Language variation in Europe, bls. 168-180. Uppsala Univer-
sitet, Uppsölum.