Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Side 194
192
Ritdómar
fyrir með flestum merkingarhlutverkum, t.d. geranda, þema, skynjanda, marki, við-
takanda og upptökum. Tveggja andlaga sagnir koma fyrir með sex mismunandi falla-
mynstrum, og þar af er nf.-þgf.-þf. langalgengast. Óbeina andlagið getur gegnt merk-
ingarhlutverkunum viðtakandi, njótandi, mótgjörðaþegi, þema, uppspretta og staður.
Einfaldar áhrifssagnir geta tekið með sér þolfall, þágufall og eignarfall. Þolfall er al-
gengast og geta þolfallsandlög gegnt merkingarhlutverkunum þema, reynandi, mark
og staður. Þágufall er einnig nokkuð algengt og getur það gegnt hlutverkunum þema,
reynandi og mark.
Efni 8. kafla er merkingarhlutverk, rökliðir og fallmörkun. Fyrst er gefið yfirlit yfir
flokka umsagna, þ.e. sagna og lýsingarorða, eftir því hversu marga rökliði þær taka
með sér, þ.e. ópersónulegar umsagnir og persónulegar, áhrifssagnir og áhrifslausar,
órúmar, tvírúmar og þrírúmar umsagnir, með lepp og án hans. Gerð er grein fyrir helstu
merkingarhlutverkum umsagna, þ.e. geranda/valdi, þolanda, þema, skynjanda, reyn-
anda, marki, viðtakanda og njótanda, og hvemig þessum merkingarhlutverkum er rað-
að niður í rökformgerð á mismunandi hátt hjá mismunandi umsögnum. Aukafallsfrum-
lög ópersónulegra sagnasambanda em t.d. oft skynjendur eða reynendur og það gildir
um bæði þolfalls- og þágufallsfmmlög en fmmlög sem em þolendur eða þema eru
oftar í nefnifalli. Sú tilgáta að þolfall á frumlögum sé fúrðufall en þágufall á frnrn-
lögum sé reglufall er hér notuð til þess að útskýra þá þágufallshneigð sem kemur fýnr
með sögnum eins og langa og hlakka til. Sú staðreynd að þolendur/þemu em oftar i
nefhifalli er notuð til þess að útskýra nefnifallshneigð með sögnum eins og dreyma og
hvolfa. Hvað varðar andlög em þau langflest í þolfalli. Þar að auki em eignarfallsand-
lög yfirleitt þemu og sagnir af líkum merkingarflokkum geta oft tekið hvort sem er
þolfall eða þágufall. Sagnir sem tákna hreyfmgu stjóma oft þágufalli, sem og sagnir
sem fela í sér stjóm farartækja og sagnir sem merkja losun og fæðingu. Sagnir sem
tákna að koma einhverjum í ákveðið hugarástand, búa eitthvað til og breyta ástandi
einhvers taka langoftast þolfallsandlag. Að lokum er fjallað um þolmynd af áhrifssögn-
um, ópersónulega þolmynd, miðmynd og tengsl miðmyndar og sí-sagna. Kaflinn endar
á skrám yfir mismunandi gerðir af fallúthlutandi sögnum í íslensku.
í 9. kafla er athyglinni beint að nafnháttum og nafnháttarsamböndum. Þar er gefið
yfirlit yfir helstu nafnháttarsambönd í íslensku, svo sem sjálfstæða nafnhætti, nafn-
hætti með stýrisögnum, nafnhætti með háttarsögnum og nafnhætti með horfasögnum,
sem og nafnhætti með þolfalli og lyftingarnafnhætti. Nafnhættir hegða sér á mismun-
andi vegu að því leyti að sumir þeirra koma fyrir með nafnháttarmerkinu að en aðru
gera það ekki og andlagsstökk er að finna í sumum nafnháttum og öðrum ekki.
Fjórði hluti bindisins, tveir kaflar, íjallar um merkingarflokka nafnliða og sagna
(bls. 435—498). í 10. kafla snýst umræðan um setningagerð og merkingarflokka nafn-
liða í íslensku. Nafnliðum er hægt að skipta í ákveðna og óákveðna nafnliði og fer
notkun þeirra eftir því hvort liðurinn vísar í nýjar eða gamlar upplýsingar. Svonefnd,r
magnliðir samanstanda af nafnorði og töluorði eða nafnorði og óákveðnum fornöfn
um. Magnliðir geta haft mismunandi merkingarsvið, þ.e. annaðhvort vítt eða þröngt
svið og hefúr það áhrif á merkingu setningarinnar hvert sviðið er. Nafnliðir geta
einnig verið tvíræðir merkingarlega. Ákveðnir nafnliðir geta verið bæði lýsandi og