Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Síða 197
Ritdómar
195
Einn af aðalkostunum við tungutæknirannsóknir í dag og rannsóknir á stórum texta-
söfnum er að málffæðingar hafa byrjað að velta fyrir sér því vandamáli sem neíht er
hér að ofan, þ.e. hvaða ályktanir hægt er að draga af ijarveru dæma í stórum texta-
söfhum, eða með öðrum orðum: Er skortur á dæmum neikvæð sönnun (e. negative
evidence) eða ekki? Stefanowitsch (2006) heldur því fram að vel sé hægt að meta
hvort fjarvera dæma sé kerfisbundin eða tilviljanakennd. Þetta er gert með tölfræði-
útreikningi sem byggist annars vegar á tíðni ákveðinna sagna í textasafni og hins
vegar á tíðni þeirrar setningagerðar sem um er að ræða í sama textasafhi. Út ffá þess-
um upplýsingum er reiknuð út væntanleg tíðni sagnarinnar í viðkomandi setningagerð
og í framhaldi af því er reiknaður út marktæknistuðull fyrir fjarveru dæmanna út frá
væntanlegri tíðni. Þær upplýsingar gefa aftur vísbendingu um það hvort fjarvera við-
komandi dæma sé tilviljanakennd eða kerfisbundin. Ef hún er kerfisbundin bendir það
aftur til þess að dæmi af þeirri gerð séu ótæk í málkerfi þess tíma eða málsniði. Ef hún
er tilviljanakennd er ekki hægt að draga þá ályktun. Þetta merkir það að í mörgum
tilvikum er hægt að vita hvaða þýðingu fjarvera dæma hefúr.
d.2 At\’iksorð sem láta í Ijós afstöðu mœlandans
I 4. kafla er atviksorðum skipt í flokka eftir merkingu og a.m.k. einn „nýr“ eða óhefð-
bundinn flokkur atviksorða kynntur til sögunnar, þ.e. atviksorð sem láta í ljós afstöðu
mælandans (bls. 126). Þau eru:
(1) a. auðvitað, augljóslega, áreiðanlega, bara, eflaust, greinilega, líklega, náttúru-
lega, samt, sennilega, trúlega, tæplega, varla
b. jú, nú, sko
Eitt vandamál, sem kemur til í ffamhaldi af þessari flokkaskiptingu, er að því hefur
verið haldið ffam að háttaratviksorð eins og vel og illa tjái afstöðu mælandans i
íslensku, sbr. eftirfarandi dæmi:
(2) a. Honum talaðist vel.
b. Leikurunum tókst vel upp á sviðinu.
1 grein um aukafallsfrumlagssagnir í íslensku, þýsku og færeysku hef ég bent á að
skyldubundnir fylliliðir af þessu tagi virðast tjá afstöðu mælandans til segðarinnar (e.
evaluative subjective complements). Stuðningur fyrir því er sóttur í þá staðreynd að
sagnir sem taka skyldubundið með sér fylliliði sem tjá afstöðu mælandans til segðar-
•nnar geta ekki tekið með sér ákvæðisliði sem eru bundnir af frumlaginu (e. subject-
°riented adverbs) (Jóhanna Barðdal 2004:124-131):
(3) a. *Honum talaðist vel, fúslega.
b. *Leikurunum tókst fúslega vel upp á sviðinu.
betta er athyglisvert vegna þess að atviksliðir sem eru bundnir af frumlaginu taka
annars yfír svið skyldubundinna fylliliða sem tjá afstöðu mælandans, ef þeir koma
fyrir í sömu setningu. Það merkir það að skyldubundnu fylliliðimir verða endurtúlk-