Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 200
198
Ritdómar
burður sem tekur mið af hinum einfölduðu tölum um orðabókarfjölda geför því rangar
vísbendingar um stöðu þolfallsfrumlagssagna miðað við stöðu þágufallsfrumlags-
sagna. Þær endurbættu tölur sem ég hef gefið upp í töflu 2 hér að ofan sýna þvert á
móti að textafjöldi þolfallsfrumlags- og þágufallsfrumlagssagna er í nokkuð jöfnu
hlutfalli við orðabókarfjölda þessara sagnasambanda í íslensku.
3.4 Formgerðarlegt fall og orðasafnsfall
Eins og geta má nærri eru ekki allar greiningar sem kynntar eru lesendum Setninga
algjörlega óumdeildar. Aðgreiningin á milli formgerðarfalls og orðasafnsfalls heför
t.d. mætt harðri gagnrýni á síðustu árum. Ég hef bent á það (Jóhanna Barðdal
2001a: 103—107, væntanlegt) að þessi aðgreining spái eftirfarandi:
(5)a. Aðeins formgerðarfall, og ekki orðasafnsfall, ætti að vera virkt með nýjum
sögnum sem koma inn í málið, þar sem formgerðarfalli er úthlutað á grundvelli
setningarstöðu, þ.e. nefnifalli til ífumlaga og þolfalli til andlaga. Orðasafösfall
er aftur á móti bundið við ákveðnar sagnir sem eru merktar þannig í orðasafni
hugans.
b. Formgerðarfall ætti að vinna á í tíðni frá fomu máli til nútímamáls á meðan
orðasafnsfall ætti að tapa tíðnihlut þar sem aðeins formgerðarfall ætti að vera
virkt. Ef gengið er út frá reglulegri endumýjun á orðaforðanum ætti ákveðið
hlutfall sagna sem taka formgerðarfall og orðasafnsfall að hverfa úr málinu á
meðan nýjar sagnir sem koma inn í málið ætfö eingöngu að úthluta formgerð-
arfalli. Þar með ættu tíðnihlutföllin frá fomu máli til nútímamáls að verða meira
og meira formgerðarfalli í hag.
c. Böm á máltökuskeiði ættu að alhæfa formgerðarfall á kostnað orðasafnsfalls
þar sem læra þarf rökformgerð sagna sem taka orðasafnsfall sérstaklega á með-
an rökformgerð sagna sem taka formgerðarfall þarf ekki að læra sérstaklega.
Þessi aðgreining spáir því sem sagt að nýjar sagnir sem koma inn í málið fái eingöngu
formgerðarfall, að hlutur formgerðarfalls ætti að aukast frá fomu máli til nútímamáls
á kostnað orðasafösfalls og að lokum að böm ætfö að gera villur með sögnum sem
taka orðasafnsfall en ekki með sögnum sem taka formgerðarfall.
Ekkert af þessu er rétt. í fyrsta lagi er hlutur nýrra tökusagna sem deila út þágufalli
til andlaga sinna u.þ.b. 35% og svo virðist sem þolfalli sé úthlutað til nýrra sagna a
svipaðan hátt og þágufalli, þ.e.a.s. á grundvelli merkingar en ekki á grundvelli stöðu
í setningu (Jóhanna Barðdal 2006, væntanlegt). í öðm lagi heför t.d. hlutur þágufalls-
andlaga haldist nokkuð stöðugur frá fomu máli til nútímamáls þótt hlutur þolfalls-
andlaga hafi reyndar einnig vaxið (textafjöldi). Einna helst virðist sem nefnifalls-
andlög beri hér skarðan hlut frá borði sem kemur á óvart því að nefnifall á andlögum
er einnig formgerðarlegt fall samkvæmt þessari greiningu (Jóhanna Barðdal 2009).
Að lokum hafa rannsóknir á bamamáli sýnt að böm nota þágufallssagnir með þolfalli
og þolfallssagnir með þágufalli (sjá töflur á bls. 127 hjá Herdísi Þ. Sigurðardóttur
2002), þvert gegn því sem aðgreiningin á milli formgerðarfalls og orðasafnsfalls