Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 207
Ritdómar
205
Mér þykir sérstaklega vænt um að sjá dæmin um þágufallsandlagssagnimar á bls.
332-333 því að þau eru nefnilega flestöll komin frá mér, sum eru meira að segja orð-
rétt eftir mér, t.d. eftirfarandi:
(21) a. Kristín þurrkaði handklæðið (acc.)
b. Kristín þurrkaði baminu (dat.) (Jóhanna Barðdal 1993:5)
Sama gildir um dæmin með þvo, strjúka, greiða, sópa, klóra, ausa og skjóta og hluta
af listunum á bls. 332 um hreyfmgarsagnir sem taka þágufallsandlag. Verra þótti mér
að sjá að mín er alls ekki getið í þessu samhengi heldur er eingöngu vitnað í þá fræði-
menn sem tóku dæmin upp eftir mér og hafa alltaf vitnað í þessa litlu grein mína frá
1993 (sem aftur var byggð á námskeiðsritgerð frá 1992) þegar þeir hafa fjallað um
dæmi af þessu tagi. Þessar ritgerðir/greinar vom stuttar og ekki mjög þýðingarmiklar
fræðilega en þar var mikið af dæmum um þágufallsandlagssagnir sem ekki hafði verið
fjallað um áður, hvorki innan málkunnáttufræðinnar né í skrifum um íslenska setn-
•ngafræði. Þessar greinar mínar urðu því til þess að koma þágufalli á andlögum inn á
fræðakortið.
A bls. 392 í undirkafla um ópersónulega þolmynd er því haldið fram að ópersónu-
lega þolmyndin sé yfirleitt útilokuð nema frumlag áhrifslausrar sagnar sé gerandi. Ég
vd vekja athygli lesandans á eftirfarandi dæmum sem em raunveruleg íslensk notk-
unardæmi af Netinu:
(22) Á föstudaginn var haldið á Snorrastaði ásamt fríðu foruneyti: Fríðu (hahahah),
Helmu, Bjömey og Rósu. Við tókum þá skyndiákvörðun að skella okkur bara
í skreytó-ferðina og verður ekki séð eftir því...
(23) Sem betur fer var Patricia álíka klár og ég á bretti þannig að við vomm saman
tvær í léttustu bamabrekkunni :-) og meira að segja þar var mikið dottið.
Þetta em tvö dæmi af mörgum sem ég hef fundið af þessu tagi. Sérstaklega er eftir-
tektarvert að í (23) er um að ræða sögnina detta í tilviki þar sem frumlagið er á engan
hátt gerandi og ekki er um að ræða á neinn hátt að dottið hafi verið viljandi. Ég hef
haldið því fram annars staðar (Jóhanna Barðdal og Valéria Molnár 2003:247-248) að
dæmi af þessu tagi séu vel tæk í íslensku og dæmi (22-23) styðja það.
I rammakafla á bls. 535 er fjallað um notkun afturbeygðu fomafnanna sig og sig
selv í dönsku og bent á að valið á milli þeirra lýtur svipuðum lögmálum og í íslensku.
Hér dettur mér í hug munur á sögnunum gefa í íslensku og ge í sænsku en í íslensku
er eðlilegt að nota afturbeygða fomafnið sig á meðan samsetta afturbeygða fomafnið
sig sjálv er skyldubundið í sænsku:
(24) gefa af sér (íslenska)
(25)a. b. *ge av sig ge av sig sjálv (sænska)