Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 208
206
Ritdómar
Þetta bendir til þess að notkun afturbeygðu fomaínanna sig og sig sjalv í sænsku lúti
ekki endilega sömu lögmálum og í íslensku, og er þetta efni í frekari samanburðar-
rannsóknir.
3.11 Robin Lakoff eða John Robert Ross
í rammakafla á bls. 123 er hugtakiðpied-piping ‘smölun’ eignað bandaríska málfræð-
ingnum Robin Lakoff en það sanna hér er að það var samtímamaður hennar, John
Robert Ross, öðm nafni Haj Ross, sem bjó þetta hugtak til (sjá Libermann 2004), sem
og svo mörg önnur, eins og kemur réttilega fram síðar í bókinni.
4. Niðurlag
Ég hef hér að framan lagt mig alveg sérstaklega í líma við það að finna þessari bók
sitthvað til foráttu, enda hefði það komið mjög á óvart ef ekki hefði verið hægt að tína
neitt til um meira en 700 blaðsíðna verk. Margt af því sem ég hef nefnt er að sjálf-
sögðu ekki gagnrýni á bókina sjálfa heldur ffekar á það kenningakerfi sem gengið er
út frá. En þar sem þetta rit er frœðileg handbók en ekki bara handbók býður það
einmitt upp á þess konar gagnrýni.
Á jákvæðu nótunum get ég sagt að Setningar er sérstaklega vel skrifuð bók og öll
framsetning ákaflega skýr og skipuleg. Bókin er ótrúlega víðfeðm efnislega og þar
með ómetanleg sem fýrsta fræðilega handbók um íslenska setningafræði sem komið
hefur út. Þannig er þessi bók tvímælalaust einstakt frumkvöðlaverk.
Þess er líka vert að geta sérstaklega að sex ffæðimenn komu að samningu þess-
arar bókar. Jóhannes Gísli Jónsson skrifaði 8. kafla um merkingarhlutverk, rök-
formgerð og fallmörkun og 10. kafla um merkingarflokka nafnorða. Eiríkur Rögn-
valdsson er höfundur 15. kafla um setningaffæðilegar breytingar í íslensku, sem og
undirkafla 16.3 um tungutækni. Sigríður Sigurjónsdóttir skrifaði undirkafla 16.1 um
máltöku, Sigríður Magnúsdóttir undirkafla 16.2 um málstol og málfræðistol og Þor-
unn Blöndal samdi undirkafla 16.4 um orðræðugreiningu. Aðalhöfundurinn,
Höskuldur Þráinsson, hefur hins vegar skrifað aðra kafla bókarinnar og ljóst er að
honum hefur tekist alveg einstaklega vel upp með að fella texta meðhöfundanna að
meginmálinu. Bókin ber þess ekki nokkur merki, hvorki stíllega né efnislega, að hun
sé ekki eins manns afkvæmi heldur birtist hún sem heildstætt og vel unnið verk.
Eitt af markmiðum bókarinnar er að vera heimild fyrir fræðimenn sem áhuga hafa
á íslensku. Ég get hér sagt frá því að við vinnslu þessa ritdóms hitti ég norskan setn-
ingafræðing á þingi og af einskærri tilviljun bárust Setningar í tal. Hann sagði mér þa
að hann hefði einmitt haft bókina á skrifborðinu hjá sér í vikunni áður því hann hefði
verið að skoða afturbeygingardæmi í íslensku. Þetta atvik sýnir það að bókin á ekki
eingöngu erindi til íslenskra ffæðimanna heldur einnig erlendra og þar með að einu
hlutverki bókarinnar a.m.k. hefur verið náð.
Kaflamir eru mjög yfirgripsmiklir, ítarlegir og flestir hverjir í takt við tímann-
Furðulítið er um beinar vitleysur þótt stundum sé ekki ráðrúm til annars en að tæpa a