Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Síða 211
Ritdómar 209
Umhverjistœkni — íðorðabók. Orðanefnd byggingarverkfræðinga. Ritstjóri
Einar B. Pálsson, dr. techn., h.c. Háskólaútgáfan. Reykjavík 2007. 245 bls.
Orðanefnd byggingarverkfræðinga gaf árið 2007 út bókina Umhverfistœkni - íðorða-
bókog unnu eftirtaldir tólf verkffæðingar að bókinni: Einar B. Pálsson formaður orða-
nefndar, Bragi Þorsteinsson, Eymundur Runólfsson, Gísli Valdimarsson, Guttormur
Þormar, Halldór Sveinsson, Jónas Frímannsson, Ólafur Jensson, Páll Flygenring, Pét-
ur Ingólfsson, Sigmundur Freysteinsson og Stefán P. Eggertsson.
Orðanefnd byggingarverkfræðinga hóf vinnu við orðasafn um umhverfistækni
árið 1982 eða 25 árum áður en bókin Umhverflstœkni — tðorðabók kom út. Þá hafði
Iðntæknistofnun íslands óskað þess að orðanefnd byggingarverkfræðinga fjallaði um
orð varðandi fráveitulagnir í húsum og lóðum fyrir nýjan staðal um það efni, ÍST 68.
Orðanefndin tók verkið fyrir og afhenti ári seinna skrá um rúmlega 200 íðorð fyrir
staðalinn. Á níunda áratugnum birti orðanefndin i Tímariti Verkfræðingafélags ís-
lands skrá um rúmlega 300 hugtök ásamt skilgreiningum og samsvarandi íðorðum á
Qórum erlendum tungumálum. Nefndin hélt áfram störfúm enda var mikil þörf á
áframhaldandi starfi nefndarinnar, s.s. vegna þátttöku íslands í evrópsku efnahags-
samstarfi, örrar tækniþróunar og vegna námsefhis í Háskóla Islands en formaður
orðanefndarinnar, Einar B. Pálsson, var prófessor við Háskólann. Frá því að orða-
nefndin var stofnuð 1980 og þar til bókin kom út hélt hún samtals 835 fundi og
fjallaði um ríflega 1200 skilgreind hugtök.
Umhverfistœkni — íðorðabók hefst á formála sem Vigdís Finnbogadóttir ritar um
nauðsyn þess að ný alþjóðleg fræðiorð í vísindum og tækni eignist íslensk heiti. Þá
kemur inngangur eftir ritstjóra bókarinnar, Einar B. Pálsson, þar sem hann gerir grein
fýrir störfum orðanefndarinnar og vinnuaðferðum hennar. Þar kemur fram að bókin
hafi verið unnin á grundvelli íðorðafræði og að farið hafi verið eftir stöðlum sem
Alþjóðlegu staðlasamtökin, Intemational Standards Organisation (ISO), hafi samið
um vinnubrögð um íðorðastörf, þ.e. ISO/FDIS 704: Terminology work — Principles
and Methods og ISO/FDIS 1087: Terminology work — Vocabulary. Áhugi orða-
nefndarinnar á faglegri íðorðavinnu er augljós en ritstjórinn sótti árið 1990, þá 78 ára
gamall, námskeið í íðorðafræðum á vegum norrænu íðorðasamtakanna, Nordterm, og
tileinkaði sér aðferðir sem nýttar hafa verið hjá nágrannaþjóðum okkar við íðorða-
störf.
í fyrsta kafla bókarinnar, kafla A, er birtur meginhlutinn af ISO 1087, íðorðasafhi
íðorðafræðinnar, eða um 60 hugtök, og eru þar helstu hugtök greinarinnar skilgreind.
Þéssi hugtakalisti getur ömgglega nýst vel öðmm orðanefndum sem vilja vinna efkir
aðferðum íðorðafræðinnar. í næstu fjómm köflum, B, C, D og E, er gerð grein fyrir
helstu hugtökum á þeim sviðum sem umhverfistækni byggist á: í kafla B em hugtök
úr efnafræði, í kafla C em hugtök úr eðlisffæði, í kafla D em hugtök úr náttúmfræði
og í kafla E em ýmis tæknihugtök. Eftir þessa fimm upphafskafla koma hugtök úr
umhverfistækni og er þeim skipt í 20 kafla: Umhverfi, Vatn — fráveituvatn, Þéttbýlis-
vatnafræði, Straumur í leiðslu, Stærðun leiðslu, Þrifatæki, Rör og tengi, Pípulagning,
Leiðslukerfi í húsi, Veitukerfi í sveitarfélagi, Léttivirki í fráveitukerfi, Dæling frá-
íslenskt mál 29 (2007), 209-212. © 2008 tslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.