Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Qupperneq 212
210
Ritdómar
veituvatns, Óhreinindi í fráveituvatni, Hreinsun fráveituvatns, Útræsi og forgun, Við-
taki, Sjávarföll, Úrgangur, Úrgangsumsýsla og Mengun.
Orðin í bókinni eru ekki stafrófsröðuð heldur er þeim raðað eftir hugtakakerfum
sem byggjast á venslum þeirra, þ.e. skyld hugtök koma saman. Grundvallarhugtök,
eða yfirhugtök, koma þá á undan öðrum hugtökum. A eftir sjálfu orðasafninu er röðuð
skrá íðorða á erlendum tungumálum þar sem íslensk heiti koma fram. í lok bókarinnar
kemur svo stafrófsröðuð íslensk orðaskrá og er þar vísað í blaðsíðutal þar sem
hugtakið, sem íðorðið vísar til, kemur fyrir. Stafrófsraðaða skráin er þægileg fyrir þá
sem þekkja ekki vel til fræðigreinarinnar.
Hugtakið sjálft er lagt til grundvallar en ekki íðorðið eins og algengast er. Orða-
nefndin heför athugað vensl milli hugtakanna, þ.e. hvemig þau tengjast hvert öðm og
mynda heildir, og sett þau upp i hugtakakerfi. Hugtakakerfi em mjög mikilvægt
hjálpartæki fyrir notanda íðorðasafns sem getur með því betur áttað sig á því hvemig
hugtök fræðigreinarinnar skipa sér saman. Einnig em þau gagnleg fyrir þann sem
tekur saman orðasafn, s.s. til að afmarka merkingu íðorða.
í bókinni em hátt í eitt hundrað venslarit þar sem hugtakakerfi em sett fram á
myndrænan hátt. Þessi venslarit em mjög til skilningsauka fyrir notandann þar sem
þau sýna vensl á mjög skýran hátt.
Hugtakavensl geta verið með ýmsu móti en flest venslaritin í bókinni sýna
afleiðuvensl (einnig nefnd rökvensl, e. generic relation), þ.e. þau vensl þegar eitt eða
fleiri hugtök em fólgin í einu víðfeðmara hugtaki sem er yfirhugtak. Sem dæmi má
nefna hugtökin lagstreymi og iðustreymi en þau em vensluð þar sem aðaleinkenni (e.
essential characteristic) þeirra er hið sama og em þau undirhugtök yfirhugtaksins
streymi (bls. 75). Önnur venslarit i bókinni em af partvenslum (einnig nefnd hluta-
vensl, e. partitive relation) en þá er yfirhugtak heild þess sem í undirhugtökunum
felst. Dæmi um þessa tegund vensla má nefna hugtakið svif sem greinist í plöntusvif
dýrasvif og bakteríusvif (bls. 45^47).
Enn fremur em í bókinni nokkrar skýringarmyndir og sýna þær mismunandi
gerðir af vatnslásum (bls. 87), yfirföllum (bls. 114-115) og dælum (bls. 119).
í íðorðafræði er gerður greinarmunur á skilgreiningum og skýringum. Við sér-
hvert hugtak er skilgreining en skýringar em aðeins við sum hugtök eða þegar talin er
sérstök þörf á þeim. Skilgreiningar eiga aðeins að taka til þeirra einkenna sem nauð-
synlegt er að nefna til þess að lýsa hugtaki í tilteknu hugtakakerfi svo að ekki leiki
vafi á hvað um er að ræða. Skilgreiningin á að vera ein málsgrein og þannig samin að
hún geti komið í stað íðorðs í samfelldu máli ef það er ekki þekkt. Hún hefst ekki á
upphafsstaf og henni lýkur ekki á punkti. Heiti hugtaksins, íðorðið, kemur aldrei fyrir
í skilgreiningunum og reglan er sú að nota þar ekki önnur íðorð en þau sem sjálf em
skilgreind í viðkomandi riti eða hafa ótvíræða merkingu í almennu máli.
Eftir þessum vinnureglum er farið í bókinni og allar skilgreiningar em mjög
knappar og hnitmiðaðar. Ef aðrar upplýsingar um hugtakið em taldar nauðsynlegar —
en skipta þó ekki máli fyrir sjálft hugtakakerfið — em þær skráðar sem skýring. Til-
vísanir og dæmi em skráð við sum hugtök. Vissulega mætti lýsa hugtökum í miklu
lengra máli en þessar vinnureglur em í samræmi við þá staðla sem gerð er grein fyrir